Sarpur | september, 2004

109612500958037102

25 Sep

Þvottaleiðbeiningar

Ég er mjög heimilislega heft, sennilega versta keis minnar kynslóðar. Kann ekki að gera bókhald (held það þurfi þegar flutt er að heiman), kann ekki að elda (nema taco og sesarsalat), kann ekki að þrífa (er blind fyrir óhreindinum sem aðrir, þó sérstaklega foreldrar sjá), kann eiginlega ekki að prjóna eða sauma nema mamma hjálpi og kann þó allra síst að lesa út úr miðunum á fötunum mínum. Þessum litlu miðum með öllum skrítnu merkjunum sem hjálpa manni að halda fötunum í réttum lit og stærð.
En ég er hætt að örvænta. Uppgötvaði nefnilega Leiðbeiningastöð heimilanna. Hagkaup gaf mér svona þvottaleiðbeiningar frá þeim og nú skil ég merkin. Það má líka hringja í Leiðbeiningarstöðina ef gengur illa við sultugerðina eða matarboðaundirbúning. Þar leystist alla vega eitt mikilvægt vandmál hjá mér 🙂

109594686955086755

23 Sep

Könnun
Ég set örlög mín í hendur annarra. Allir að taka þessa könnun.

109590013905466410

23 Sep

B.S. í bloggi

The University of Blogging

Presents to
Valgerður G. Halldórsdóttir

An Honorary
Bachelor of
Whingeing

Majoring in
Questionnaires

Signed
Dr. GoQuiz.com
®
Username:

Blogging Degree
From Go-Quiz.com

109550979102124017

18 Sep
Allsherjar kaffiliausnir fyrir einstaklinga
Án leyfis hef ég ákveðið að birta í þessari færslu snilldarlausn Jónasar á kaffivandanum þar sem ég veit að margir ströggla við þessa kaffilöngun mína. Enginn er þó minni maður ef hann drekkur ekki kaffi og ræð ég því þeim sem ekki eru sjúklega meðvitaðir um artífartíímynd sína eða þrá ekki (eins og við Bjarnheiður) að drekka kaffi vegna lyktarinnar frá því að fara eftir þessu sex spora kerfi. Sjálf er ég nú á stigi eitt þar sem ég drekk stundum frappa með kakóbragði og hef einu sinni getað drukkið kaffifrappa án þess þó að líka við bragðið. Kannski ef vel gengur geta kærir lesendur fylgst með kaffi-breytingu minni líkt og áhorfendur Íslands í bítið gátu fylgst með útlitsbreytingu Rutar. Þeir sem vilja taka þátt í þessu framtaki láti vita í kommentakerfinu, bið ég reiða kaffikommentarann sérstaklega um að hafa samband því ég er mjög forvitin að vita hver þú ert minn/mín kæri/kæra. (Næst lofa ég samt að blogga ekki um kaffi.)

6 spora kaffidrykkjuleið Jónasar artífartí

  1. Fáðu þér Frappé nokkrum sinnum. Byrjaðu á ávaxtabragði en farðu smátt og smátt í átt að kaffibragði.
  2. Fáðu þér Bragðbættan latte, og svo bara venjulegan.
  3. Fáðu þér venjulegan latte oft.
  4. Þegar þú getur drukkið Latte eins og vatn, skaltu prófa aðrar tegundir espresso drykkja, svo sem Cappo, Macciato osfrv.
  5. Fáðu þér tvöfaldan expresso.
  6. Þú ert tilbúin til að drekka allt kaffi, þ.m.t. uppáhellinga hverskonar. Ég mæli ekki með því að bæta sykri útí, nema þú viljir fá uppvakninguna sem sykurneyslu fylgir. Til að forðast gular tennur þá get ég ráðlaggt þér að fá þér jórturleður með tannhvítingarefni á eftir hverjum bolla, og/eða skola munninn vandlega með vatni reglulega á meðan á drykkjunni stendur.Ég vona bara að þér gangi vel, ef þú kýst að hefja kaffidrykkju.

Hægt er að stytta sér leið í gegnum sporin 6 með því að taka svörtu te leiðina. Þ.e. hefja tedrykkju, færa sig út í svart te, fá þér sterkara og sterkara te, uns uppáhellingsstatus er náð. Þessi leið er sennilega ódýrari, en þykir ekki eins kúltiveruð. En viljir þú vera artífartí ferð þú ekki á Starbucks heldur frekar á eitthvað sjálfstætt starfandi underground kaffihús sem verslar eingöngu með Fair-trade kaffi.

Þakka ég Jónasi kærlega fyrir þennan óleyfilega copy/paste-gestapistill.

109448072571083369

6 Sep
Kaffi
Það er eiginlega mjög hallærislegt að segja frá því en mér hefur lengi þótt mjög töff að drekka kaffi. Það er eitthvað mjög menningarlegt við það að drekka kaffi, líka svolítið fullorðinslegt. Svo er lyktin af því svo góð og nöfnin framandi. En bragðið er ógeðslegt. Ég hef reynt flestar kaffitegundir en ekkert virkar, jú ræð reyndar við hálfan bolla af Cappuchino ef það er sett súkkulaðisýróp út í (man ekki hvað sá drykkur heitir). Fólk sem ekki drekkur kaffi getur líka átt það á hættu að vera félagslega einangrað. Hvert sem maður fer þá er vanalega boðið upp á kaffi og á vinnustöðum landsins á sér stað gífurlegt bonding í kringum kaffivélina. Ef þú drekkur kakó/vatn/djús þá ertu annaðhvort heilsufrík eða lítið barn, tefólk er næstum því samþykkt af kaffiklíkunni en samt ekki alveg því te er að sjálfsögðu ekki kaffi. Þegar ég tjáði þetta kaffidrykkjuvandamál á mínum yngri árum var alltaf sagt: „Þetta breytist þegar þú ferð í stúdentsprófin“, en það breyttist ekkert þá. Svo fékk ég að heyra: „Já í Háskólanum læriru að drekka kaffi“ og jú vissulega veit ég um marga sem hafa byrjað þar en ekki ég. Að vísu ætti ég ekki að vera kvarta því kaffi er nú ekki meinhollt og er eiginlega bara eiturlyf, flestir verða hálfháðir því en stundum langar mig svoooo að geta drukkið kaffi. Ég er að pæla í að blogga um einn þátt tilvistarkreppu minnar á dag, það ætti að nægja út árið, jafnvel lengur. Lausnir og hugmyndir óskast svo í kommentakerfinu. Þangað til verð ég víst bara að þróa mig áfram í teinu og sjá svo til 🙂

109442847784379757

5 Sep
Hólpin
Þar sem ég væri ekki maður með mönnum og algjörlega út úr ef ég færi ekki á minnst eina indídagamynd þá ákvað ég að skella mér áðan á Saved með Ásdísi, Ölmu og Siggu. Myndin fjallar um svona Biblíubeltis-kind-of-people (sem búa reyndar í Baltimore) og hvernig það notar trúna sem afsökun fyrir ýmiskonar hegðun, já og misskilur aðeins í leiðinni. Mæli hiklaust með myndinni, hún er frekar fyndin. Sjitt hvað ég vona samt að fólkið í Prinsatúni sé ekki svona ruglað. Reyndar ferst mér að tala þar sem ég er náttúrulega sjálf frelsuð. Vonandi setja Prinstúnungar heldur ekki auglýsingu í blöðin þegar synir/dætur þeirra ganga ekki út þrátt fyrir góða menntun á sviði arkitektúrs eða viðskipta (sjá bls. 4 eða 6 í Sunnudagsmogganum). Jæja best að halda áfram að lesa, nú er tekin við stíf lærdómsdagskrá til þess eins að hækka meðaleinkunnina á seinasta sprettinum. Ótrúlegt að eiga bara 2 annir eftir, ég er nýbyrjuð. Stefnan á þessari önn er tekin á að: a) hækka meðaleinkunn, b) öðlast innri ró og sjálfsaga úr stáli og c) læra þolinmæði og staðfestu. Ég held þetta fari reyndar allt saman svo ef að c) klikkar þá fer a) líklega í vaskinn og b) fylgir sjálfkrafa með.
Já að lokum hafa mér borist nokkrar kvartanir yfir kommentakerfinu og ég kann ekkert að laga hversu asnalegt það er. Það verður bara að hafa það þó þið kommentið sem anonymous og skrifið síðan bara nafnið undir. Verður örugglega bara skemmtilegra þegar umdeild komment verða rituð nafnlaust. Ég lofa líka að skrifa ekkert krassandi þá þarf enginn að kommenta 🙂

109413932138123261

2 Sep
Nýtt blogg
Já þá er þessi gamli draugur risinn upp. Ég hlýt nú að endast eitthvað lengur fyrst kallinn er farinn 🙂