Sarpur | 23:37

109442847784379757

5 Sep
Hólpin
Þar sem ég væri ekki maður með mönnum og algjörlega út úr ef ég færi ekki á minnst eina indídagamynd þá ákvað ég að skella mér áðan á Saved með Ásdísi, Ölmu og Siggu. Myndin fjallar um svona Biblíubeltis-kind-of-people (sem búa reyndar í Baltimore) og hvernig það notar trúna sem afsökun fyrir ýmiskonar hegðun, já og misskilur aðeins í leiðinni. Mæli hiklaust með myndinni, hún er frekar fyndin. Sjitt hvað ég vona samt að fólkið í Prinsatúni sé ekki svona ruglað. Reyndar ferst mér að tala þar sem ég er náttúrulega sjálf frelsuð. Vonandi setja Prinstúnungar heldur ekki auglýsingu í blöðin þegar synir/dætur þeirra ganga ekki út þrátt fyrir góða menntun á sviði arkitektúrs eða viðskipta (sjá bls. 4 eða 6 í Sunnudagsmogganum). Jæja best að halda áfram að lesa, nú er tekin við stíf lærdómsdagskrá til þess eins að hækka meðaleinkunnina á seinasta sprettinum. Ótrúlegt að eiga bara 2 annir eftir, ég er nýbyrjuð. Stefnan á þessari önn er tekin á að: a) hækka meðaleinkunn, b) öðlast innri ró og sjálfsaga úr stáli og c) læra þolinmæði og staðfestu. Ég held þetta fari reyndar allt saman svo ef að c) klikkar þá fer a) líklega í vaskinn og b) fylgir sjálfkrafa með.
Já að lokum hafa mér borist nokkrar kvartanir yfir kommentakerfinu og ég kann ekkert að laga hversu asnalegt það er. Það verður bara að hafa það þó þið kommentið sem anonymous og skrifið síðan bara nafnið undir. Verður örugglega bara skemmtilegra þegar umdeild komment verða rituð nafnlaust. Ég lofa líka að skrifa ekkert krassandi þá þarf enginn að kommenta 🙂