Kaffi
Það er eiginlega mjög hallærislegt að segja frá því en mér hefur lengi þótt mjög töff að drekka kaffi. Það er eitthvað mjög menningarlegt við það að drekka kaffi, líka svolítið fullorðinslegt. Svo er lyktin af því svo góð og nöfnin framandi. En bragðið er ógeðslegt. Ég hef reynt flestar kaffitegundir en ekkert virkar, jú ræð reyndar við hálfan bolla af Cappuchino ef það er sett súkkulaðisýróp út í (man ekki hvað sá drykkur heitir). Fólk sem ekki drekkur kaffi getur líka átt það á hættu að vera félagslega einangrað. Hvert sem maður fer þá er vanalega boðið upp á kaffi og á vinnustöðum landsins á sér stað gífurlegt bonding í kringum kaffivélina. Ef þú drekkur kakó/vatn/djús þá ertu annaðhvort heilsufrík eða lítið barn, tefólk er næstum því samþykkt af kaffiklíkunni en samt ekki alveg því te er að sjálfsögðu ekki kaffi. Þegar ég tjáði þetta kaffidrykkjuvandamál á mínum yngri árum var alltaf sagt: „Þetta breytist þegar þú ferð í stúdentsprófin“, en það breyttist ekkert þá. Svo fékk ég að heyra: „Já í Háskólanum læriru að drekka kaffi“ og jú vissulega veit ég um marga sem hafa byrjað þar en ekki ég. Að vísu ætti ég ekki að vera kvarta því kaffi er nú ekki meinhollt og er eiginlega bara eiturlyf, flestir verða hálfháðir því en stundum langar mig svoooo að geta drukkið kaffi. Ég er að pæla í að blogga um einn þátt tilvistarkreppu minnar á dag, það ætti að nægja út árið, jafnvel lengur. Lausnir og hugmyndir óskast svo í kommentakerfinu. Þangað til verð ég víst bara að þróa mig áfram í teinu og sjá svo til 🙂
Það er eiginlega mjög hallærislegt að segja frá því en mér hefur lengi þótt mjög töff að drekka kaffi. Það er eitthvað mjög menningarlegt við það að drekka kaffi, líka svolítið fullorðinslegt. Svo er lyktin af því svo góð og nöfnin framandi. En bragðið er ógeðslegt. Ég hef reynt flestar kaffitegundir en ekkert virkar, jú ræð reyndar við hálfan bolla af Cappuchino ef það er sett súkkulaðisýróp út í (man ekki hvað sá drykkur heitir). Fólk sem ekki drekkur kaffi getur líka átt það á hættu að vera félagslega einangrað. Hvert sem maður fer þá er vanalega boðið upp á kaffi og á vinnustöðum landsins á sér stað gífurlegt bonding í kringum kaffivélina. Ef þú drekkur kakó/vatn/djús þá ertu annaðhvort heilsufrík eða lítið barn, tefólk er næstum því samþykkt af kaffiklíkunni en samt ekki alveg því te er að sjálfsögðu ekki kaffi. Þegar ég tjáði þetta kaffidrykkjuvandamál á mínum yngri árum var alltaf sagt: „Þetta breytist þegar þú ferð í stúdentsprófin“, en það breyttist ekkert þá. Svo fékk ég að heyra: „Já í Háskólanum læriru að drekka kaffi“ og jú vissulega veit ég um marga sem hafa byrjað þar en ekki ég. Að vísu ætti ég ekki að vera kvarta því kaffi er nú ekki meinhollt og er eiginlega bara eiturlyf, flestir verða hálfháðir því en stundum langar mig svoooo að geta drukkið kaffi. Ég er að pæla í að blogga um einn þátt tilvistarkreppu minnar á dag, það ætti að nægja út árið, jafnvel lengur. Lausnir og hugmyndir óskast svo í kommentakerfinu. Þangað til verð ég víst bara að þróa mig áfram í teinu og sjá svo til 🙂