109448072571083369

6 Sep
Kaffi
Það er eiginlega mjög hallærislegt að segja frá því en mér hefur lengi þótt mjög töff að drekka kaffi. Það er eitthvað mjög menningarlegt við það að drekka kaffi, líka svolítið fullorðinslegt. Svo er lyktin af því svo góð og nöfnin framandi. En bragðið er ógeðslegt. Ég hef reynt flestar kaffitegundir en ekkert virkar, jú ræð reyndar við hálfan bolla af Cappuchino ef það er sett súkkulaðisýróp út í (man ekki hvað sá drykkur heitir). Fólk sem ekki drekkur kaffi getur líka átt það á hættu að vera félagslega einangrað. Hvert sem maður fer þá er vanalega boðið upp á kaffi og á vinnustöðum landsins á sér stað gífurlegt bonding í kringum kaffivélina. Ef þú drekkur kakó/vatn/djús þá ertu annaðhvort heilsufrík eða lítið barn, tefólk er næstum því samþykkt af kaffiklíkunni en samt ekki alveg því te er að sjálfsögðu ekki kaffi. Þegar ég tjáði þetta kaffidrykkjuvandamál á mínum yngri árum var alltaf sagt: „Þetta breytist þegar þú ferð í stúdentsprófin“, en það breyttist ekkert þá. Svo fékk ég að heyra: „Já í Háskólanum læriru að drekka kaffi“ og jú vissulega veit ég um marga sem hafa byrjað þar en ekki ég. Að vísu ætti ég ekki að vera kvarta því kaffi er nú ekki meinhollt og er eiginlega bara eiturlyf, flestir verða hálfháðir því en stundum langar mig svoooo að geta drukkið kaffi. Ég er að pæla í að blogga um einn þátt tilvistarkreppu minnar á dag, það ætti að nægja út árið, jafnvel lengur. Lausnir og hugmyndir óskast svo í kommentakerfinu. Þangað til verð ég víst bara að þróa mig áfram í teinu og sjá svo til 🙂
Auglýsingar

15 svör to “109448072571083369”

 1. Geir Mánudagur, 6 september 2004 kl. 16:04 #

  Eg man nu ekki alveg hvernig eg laerdi ad drekka kaffi, en thad var ekki svona erfitt. Eg man samt ad eg byrjadi a ad setja mjolk og sykur ut i en fannst thad ekkert gott. Nu drekk eg thad bara svart thau fau skipti sem eg drekk kaffi.

 2. Anonymous Mánudagur, 6 september 2004 kl. 18:09 #

  Ég er nú allt í einu farin að drekka kaffi eftir að vinna á kaffihúsi í eitt sumar..gætir reynt það!

  Sigrún Þöll

 3. Valla Mánudagur, 6 september 2004 kl. 20:41 #

  Já, það eykur náttúrulega menningarleg- og fullorðinsheitin heilmikið að vinna á kaffihúsi, hef reyndar frá áreiðanlegri heimild að það sé dead boring en kannski ef það er starbucks í Prinsatúni þá get ég bara hætt í verkfræði og skellt mér þangað 😀

 4. Geir Mánudagur, 6 september 2004 kl. 21:06 #

  Thad er Starbucks herna 🙂

 5. Anonymous Mánudagur, 6 september 2004 kl. 23:13 #

  Láttu mig endilega vita ef það kemur e-r lausn – kem með þér á kaffidrykkjunámskeið:)
  Inga

 6. Anonymous Þriðjudagur, 7 september 2004 kl. 18:09 #

  Já, ég er ekki einu sinni komin í te-ið!!
  Mér finnst reyndar cappuchino alveg ágætt en súkkulaðidæmið verður að fylgja!!! 🙂

  Helga

 7. Anonymous Þriðjudagur, 7 september 2004 kl. 19:13 #

  ég verð nú að viðurkenna að ég varð fyrir örlitlum vonbrigðum við lestur þessarar færslu.. og enn meiri þegar ég sá kommentin…
  það er ekkert að því að drekka ekki kaffi! kaffi veldur taugaæsingi og gulum tönnum og mér finnst óskiljanlegt að ekki sé hægt að hrósa þeim sem segjast ekki drekka kaffi í staðinn fyrir að láta kaffidrykkju hljóma eins og eitthvað óumflýjanlegt og spennandi. sérstaklega fara í taugarnar á mér „góð ráð“ fólks um hvernig best sé að byrja… þynna það nógu mikið og blanda með mjólk, sykri, súkkulaði eða bara EINHVERJU sem stuðlar að því að EYÐA KAFFIÓBRAGÐINU!
  það fer líka ferlega í taugarnar á mér einmitt þetta með kaffivélarnar. af hverju ekki að bjóða upp á eitthvað annað en kaffi? það er oftar boðið upp á ókeypis kaffi en t.d. VATN! HVERS EIGA ÞEIR SEM EKKI DREKKA KAFFI AÐ GJALDA? ÉG VIL VATNSHANA, DJÚSKÖNNU OG KAKÓVÉL VIÐ HLIÐINA Á KAFFIVÉLUNUM. gefið fólki færi á að velja og það munu MARGIR velja eitthvað annað en kaffi….
  p.s. te (þ.e. earl gray og english breakfast) eru ekkert skárri en kaffi. ávaxta og græn-te eru aftur á móti önnur saga.

  nú ætla ég að þegja

 8. Valla Þriðjudagur, 7 september 2004 kl. 19:33 #

  Hver er leynilegi kaffikommentarinn? Vil leiðrétta smá misskilning. Færslan var ekki lofsöngur til kaffis, eða átti í það minnsta ekki að vera það, heldur fjallaði hún um það (sem mér finnst asnalegt af mér, tók það fram í fyrstu línunni) löngun mína til að geta drukkið kaffi því ALLIR gera það, þetta er svona svipuð löngun og ég fæ í sólarpúður eða stígvél eftir lestur Cosmo eða Marie Claire 🙂 Sennilega bara afleiðing auglýsinga og hópþrýstings. Allt í gamni skrifað. Í rauninni held ég að það sé hvorki töff né halló að drekka kaffi svona almennt séð, alveg eins og það er hvorki töff né halló að drekka kók eða sprite eða áfengi.

  Ps. Ég get heldur ekki drukkið koffínte, bara ávaxtate og grænt 🙂 Alltof vont á bragðið.

 9. Anonymous Þriðjudagur, 7 september 2004 kl. 19:33 #

  Hmm ég er orðin mjög þreytt á að fólk sé að tönnlast á þessu með gular tennur vegna kaffidrykkju. Ég er búin að drekka alltof mikið kaffi síðan ég var 16 ára og tannlæknirinn minn var einmitt að hrósa mér um daginn fyrir fínar tennur. Kaffi er ekki bara gott það hressir,bætir, kætir auk þess sem þetta er félagsleg athöfn. Valla mín verst að ég er hætt að vinna því ef þú hefðir talað um þetta fyrr þá hefði ég ekki boðið þér upp á kókó heldur bragðbættan kaffi latte það er mjög gott einnig er frapuchinno eða frappé mjög gott. Einstaklingurinn sem getur ekki nafns en líður fyrir mismununina eða fordóma hins kaffidrekkandi meðalmanns vil ég
  benda á að við hlið kaffivélarinnar t.d í háskólabíói er fínerís heitt vatn sem hægt er að dýfa tei í. Ég fékk til dæmis ókeypis heitt vatn þar í dag og sparaði þar 50kr sem annars hefðu farið í kaffi. Einnig væri hægt að taka með sér smá swiss miss og fá sér kakó svona til að storka kaffifasistunum sem eru að taka yfir matsölur bæjarins.
  Kveðja
  Ösp

 10. Anonymous Miðvikudagur, 8 september 2004 kl. 8:11 #

  Kaffi er vont og það er óhollt og þá á maður ekki að venja sig á það!:)áh
  ps. hver vill heitt vatn? ég hef aldrei skilið fólk sem drekkur bara soðið vatn!

 11. Anonymous Miðvikudagur, 8 september 2004 kl. 17:59 #

  Í vinnunni minni í sumar var voðafín kaffivél sem malaði baunirnar jafnóðum og útbjó þessa líka dýrindis mjólkurfroðu sem vinnufélagar mínir lofuðu og prísuðu og þeir þömbuðu Tyrkjadrykkinn og tilbáðu vélina dag hvern – en þessi fína græja dugði samt ekki til að ég byrjaði á kaffidrykkjunni sem (eins og þér) var alltaf verið að spá fyrir mér! Mér finnst lyktin af góðu kaffi (þ.e.a.s. kaffi sem pabba finnst gott, hann er mín mælistika á kaffi fyrst ég drekk það ekki sjálf) mjög góð og heit mjólkurfroða með kanil ágæt en kaffi, jafussusvei! Kaffiís, kaffiterta og kaffisúkkulaði þykir mér hins vegar hið mesta lostæti enda bragðast það svipað og lyktin af kaffinu. Kaffið ilmar vel en smakkast herfilega, akkúrat öfugt við hákarlinn sem lyktar en er góður. Eigum við að stofna tehús? 😛

  Kveðja,
  Bjarnheiður 🙂

 12. Jonas Fimmtudagur, 16 september 2004 kl. 13:37 #

  Jahérna hér! Aðrar eins heitar kaffi umræður hef ég bara aldrei orðið vitni að á ævi minni. Ég hef eiginlega ekkert við hana að bæta nema hvað ég tek undir með Ösp.
  En þér Valla vill ég þó ráðleggja þér, að viljir þú vera artífartí ferð þú ekki á Starbucks heldur frekar á eitthvað sjálfstætt starfandi underground kaffihús sem verslar eingöngu með Fair-trade kaffi.
  Viljir þú byrja á kaffidrykkju Valla, get ég bent þér á auðvelda sex spora leið. 1. Fáðu þér Frappé nokkrum sinnum. Byrjaðu á ávaxtabragði en farðu smátt og smátt í átt að kaffibragði. 2. Fáðu þér Bragðbættan latte, og svo bara venjulegan. 3. Fáðu þér venjulegan latte oft. 4. Þegar þú getur drukkið Latte eins og vatn, skaltu prófa aðrar tegundir espresso drykkja, svo sem Cappo, Macciato osfrv. 5. Fáðu þér tvöfaldan expresso. 6. Þú ert tilbúin til að drekka allt kaffi, þ.m.t. uppáhellinga hverskonar.
  Ég mæli ekki með því að bæta sykri útí, nema þú viljir fá uppvakninguna sem sykurneyslu fylgir.
  Til að forðast gular tennur þá get ég ráðlaggt þér að fá þér jórturleður með tannhvítingarefni á eftir hverjum bolla, og/eða skola munninn vandlega með vatni reglulega á meðan á drykkjunni stendur.
  Ég vona bara að þér gangi vel, ef þú kýst að hefja kaffidrykkju.
  kv. Jónas
  ps. hægt er að stytta sér leið í gegnum sporin 6 með því að taka svörtu te leiðina. Þ.e. hefja tedrykkju, færa sig út í svart te, fá þér sterkara og sterkara te, uns uppáhellingsstatus er náð. Þessi leið er sennilega ódýrari, en þykir ekki eins kúltiveruð.

 13. Anonymous Fimmtudagur, 16 september 2004 kl. 15:18 #

  Þetta komment Jónasar var snilld, svona á að fara að því! Sem starfsstúlka á kaffihúsi verð ég líka að segja að sumir komast aldrei af latte stiginu og að mér hefur reyndar farið aftur í koffínmagninu með aldrinum, einu sinni var það bara tvöfaldur expressó en nú er ég komin í capuchinno-inn.
  kv
  Ösp

 14. Valla Laugardagur, 18 september 2004 kl. 11:55 #

  Mér finnst þetta eiginlega bara mjög skemmtileg umræða hjá okkur. Ég ætla því að reyna að hafa bara fá en umdeild (eins og þetta) blogg.

 15. Anonymous Þriðjudagur, 21 september 2004 kl. 22:29 #

  Já þetta er mögnuð umræða um kaffi. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finnst kaffi vont, en lyktin í Kaffitár er fáránlega góð oft á tíðum. Þegar maður kemur niður rúllustigann hjá Skífunni sem liggur fyrir ofan Kaffitár og lyktin fyllir vit manns, það er gott. En samt langar mig ekkert í kaffi. Ég drekk frekar te.

  Óttar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: