Sarpur | 11:56

109550979102124017

18 Sep
Allsherjar kaffiliausnir fyrir einstaklinga
Án leyfis hef ég ákveðið að birta í þessari færslu snilldarlausn Jónasar á kaffivandanum þar sem ég veit að margir ströggla við þessa kaffilöngun mína. Enginn er þó minni maður ef hann drekkur ekki kaffi og ræð ég því þeim sem ekki eru sjúklega meðvitaðir um artífartíímynd sína eða þrá ekki (eins og við Bjarnheiður) að drekka kaffi vegna lyktarinnar frá því að fara eftir þessu sex spora kerfi. Sjálf er ég nú á stigi eitt þar sem ég drekk stundum frappa með kakóbragði og hef einu sinni getað drukkið kaffifrappa án þess þó að líka við bragðið. Kannski ef vel gengur geta kærir lesendur fylgst með kaffi-breytingu minni líkt og áhorfendur Íslands í bítið gátu fylgst með útlitsbreytingu Rutar. Þeir sem vilja taka þátt í þessu framtaki láti vita í kommentakerfinu, bið ég reiða kaffikommentarann sérstaklega um að hafa samband því ég er mjög forvitin að vita hver þú ert minn/mín kæri/kæra. (Næst lofa ég samt að blogga ekki um kaffi.)

6 spora kaffidrykkjuleið Jónasar artífartí

  1. Fáðu þér Frappé nokkrum sinnum. Byrjaðu á ávaxtabragði en farðu smátt og smátt í átt að kaffibragði.
  2. Fáðu þér Bragðbættan latte, og svo bara venjulegan.
  3. Fáðu þér venjulegan latte oft.
  4. Þegar þú getur drukkið Latte eins og vatn, skaltu prófa aðrar tegundir espresso drykkja, svo sem Cappo, Macciato osfrv.
  5. Fáðu þér tvöfaldan expresso.
  6. Þú ert tilbúin til að drekka allt kaffi, þ.m.t. uppáhellinga hverskonar. Ég mæli ekki með því að bæta sykri útí, nema þú viljir fá uppvakninguna sem sykurneyslu fylgir. Til að forðast gular tennur þá get ég ráðlaggt þér að fá þér jórturleður með tannhvítingarefni á eftir hverjum bolla, og/eða skola munninn vandlega með vatni reglulega á meðan á drykkjunni stendur.Ég vona bara að þér gangi vel, ef þú kýst að hefja kaffidrykkju.

Hægt er að stytta sér leið í gegnum sporin 6 með því að taka svörtu te leiðina. Þ.e. hefja tedrykkju, færa sig út í svart te, fá þér sterkara og sterkara te, uns uppáhellingsstatus er náð. Þessi leið er sennilega ódýrari, en þykir ekki eins kúltiveruð. En viljir þú vera artífartí ferð þú ekki á Starbucks heldur frekar á eitthvað sjálfstætt starfandi underground kaffihús sem verslar eingöngu með Fair-trade kaffi.

Þakka ég Jónasi kærlega fyrir þennan óleyfilega copy/paste-gestapistill.