109612500958037102

25 Sep

Þvottaleiðbeiningar

Ég er mjög heimilislega heft, sennilega versta keis minnar kynslóðar. Kann ekki að gera bókhald (held það þurfi þegar flutt er að heiman), kann ekki að elda (nema taco og sesarsalat), kann ekki að þrífa (er blind fyrir óhreindinum sem aðrir, þó sérstaklega foreldrar sjá), kann eiginlega ekki að prjóna eða sauma nema mamma hjálpi og kann þó allra síst að lesa út úr miðunum á fötunum mínum. Þessum litlu miðum með öllum skrítnu merkjunum sem hjálpa manni að halda fötunum í réttum lit og stærð.
En ég er hætt að örvænta. Uppgötvaði nefnilega Leiðbeiningastöð heimilanna. Hagkaup gaf mér svona þvottaleiðbeiningar frá þeim og nú skil ég merkin. Það má líka hringja í Leiðbeiningarstöðina ef gengur illa við sultugerðina eða matarboðaundirbúning. Þar leystist alla vega eitt mikilvægt vandmál hjá mér 🙂

4 svör til “109612500958037102”

 1. Anonymous Miðvikudagur, 29 september 2004 kl. 17:45 #

  Gera þau líka framtíðarplön fyrir mann? !
  Ösp:)

 2. Anonymous Laugardagur, 2 október 2004 kl. 11:38 #

  Hó, já þessi leiðbeiningastöð er alveg gulls ígildi! Fullt af góðum ráðum og svo fer mínútugjaldið í gott málefni… En það er einfalt að læra að gera bókhald yfir útgjöld. Skal útbúa kennsluvefsíðu að hætti Fräulein Finnlandsdóttur um það í jólafríinu 🙂 Það sem mér hins vegar virðist flókið er bókhald yfir lán, reikninga, tryggingar, fasteignagjöld og svoleiðis… en kannski ég fái bara kennslu í því og útbúi framhaldsvefsíðu? 😛 Það að sauma og prjóna er í flestum tilvikum dýrara en tilbúnar flíkur [já, að hugsa sér! Höldum okkur bara við H&M 😉 ] þannig að það er engin ástæða til að örvænta yfir því og með eldamennskuna þá kanntu fullt af réttum fyrst þú kannt að elda taco og búa til sesarsalat. Annars held ég að við séum vel heimilis-reksturs-færar: alveg eins og foreldrar okkar hringja í foreldra sína til að fá ráð tíunda árið í röð um hvernig eigi aftur að gera slátur eða ná fíflamjólk úr fötum (af því að það gleymist alltaf aftur eða minnismiðinn týnist) – þá munum við hringja og fá uppskriftir eða leiðbeiningar um hitt og þetta. Maður er með öðrum orðum aldrei útskrifaður úr heimilisskólanum og engin ástæða til að kunna allt áður en maður eignast eigið heimili! Það væri raunar líklega nokkuð leiðinlegt ef maður kynni allt fyrirfram um heiminn, ekki satt?

  Kveðja,
  Bjarnheiður 🙂
  heimilisheimspekingur

 3. Anonymous Þriðjudagur, 5 október 2004 kl. 0:30 #

  Elsku Valla viltu blogga meira mér leiðist svohoho
  kveðja
  dyggasti lesandinn

 4. Valla Þriðjudagur, 5 október 2004 kl. 0:40 #

  Ég skil þetta ekki alveg ég var búin að blogga þegar þú kommentaðir kæri dyggi lesandi sem var síðan farinn af msn þegar kommentið barst mér 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: