Sarpur | október, 2004

109883787024717226

27 Okt

Jólagjafalistinn minn
Jájá ég veit að ég er verri en IKEA en mér datt þetta bara skyndilega í hug þegar ég prentaði út próftöfluna mína. Here goes:

  1. Ecco skór sem endast mér í minnst 4 útlandaferðir (hingað til hafa flestir skórnir mínir gefið upp goluna eftir 1-2 ferðir)
  2. Mokkaskinnslúffur eða mokkaskinnsinniskór eða bæði (fást í öllum betri túristabúðum)
  3. Þægar og góðar einkunnir á jólaprófunum
  4. Nammi

Ég er orðin svo skynsöm og meyr nú þegar árin færast yfir, og dýr í rekstri. Ferðasagan kemur á morgun. Promise. Veit bara um eina manneskju sem er spennt þó. Þessi tilgangslausi pistill er hér bara því ég hreinlega get ekki drullað mér að verki í þessu heimaprófi mínu.
Ps. Kaffi og kabbala eru úti skv. virtu tímariti sem ég las á JFK. Te er inni svo allir þeir sem voru byrjaðir í kaffiátakinu til að auka menningarlegheit hætti því umsvifalaust og geri eins og enskurinn. Just thought you should know 🙂

109788321273284924

15 Okt

Oh dear, we seem to be out of marmelade

My very British name is Margaret Salisbury.
Take The Very British Name Generator today!
Created with Rum and Monkey‘s Name Generator Generator.

My goddamn rock solid ghetto shiznit name is Gangmaster Kawfi.
What’s yours?
Powered by Rum and Monkey.

109751475599466886

11 Okt

Það sem ekki birtist í kommentakerfinu
Kvót í drukkinn lesanda: „Valla, hættu þessu helvítis volæði á blogginu þínu alltaf, þú ert bara kúl og þegiðu svo!“. Ég gef ekki upp hver sagði þetta en viðkomandi fær nokkur prik í kladdann.

109701349306569286

5 Okt

Hvort má bjóða þér skemmtilegt eða skynsamlegt?

Hvers vegna finnst mér ég alltaf vera að velja milli þess sem er skemmtilegt og þess sem er skynsamlegt. Hvers vegna er aldrei skemmtilegt að gera eitthvað skynsamlegt? Er þetta einhver leynd sjálfseyðingarhvöt hjá mér? Kannski þess vegna sem Alan Shore er uppáhalds minn í Practice. Reyndar hef ég heyrt að það sé stundum skynsamlegt að gera það sem manni finnst skemmtilegt en einhvern veginn virðist það viðhorf aldrei eiga við hjá mér. Í dag var gaman þrátt fyrir að ég væri karlkennd, bíllinn minn færi ekki í gang í fyrsta og ég þyrfti að fara í viðbótartíma í fjarskiptaverkfræði. Vil bara að allir viti það.

109691871759744176

4 Okt
Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Nánar tiltekið næsta ár. Spurði fyrst ykkur. Svar: sjá könnun hér fyrir neðan. Spurði svo á spamadur.is. Svar:
XVII – Stjarnan Friður, hvíld og vellíðan einkenna þig. Vandamál heyra sögunni til. Þú veist að lausnir fást ekki fyrir kraft viljans heldur með því að láta undan og þess vegna ertu fær um að hafa fullkomna stjórn á tilveru þinni. Þú verður leidd/ur í gegnum jákvæða reynslu sem ýtir undir vellíðan þína og ekki síst velgengni næstu misseri.Hreysti, innri friður og jákvætt viðhorf eru áherslur stjörnunnar sem þú valdir rétt í þessu. Þú ættir um þessar mundir að taka opnum örmum á móti því sem stjarna þín færir þér en hér er á ferðinni jákvæð reynsla sem ýtir undir velgengni þína og ekki síst viðurkenningu. Þú átt aðgang að hinu fullkomna jafnvægi hugar og hjarta og ert fær um að skapa hvaðeina sem hugur þinn stendur til.
Semsagt ef ég kemst í samband við mína innri stjörnu þá verður allt æðislegt á næsta ári 🙂 JESSS!