109691871759744176

4 Okt
Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Nánar tiltekið næsta ár. Spurði fyrst ykkur. Svar: sjá könnun hér fyrir neðan. Spurði svo á spamadur.is. Svar:
XVII – Stjarnan Friður, hvíld og vellíðan einkenna þig. Vandamál heyra sögunni til. Þú veist að lausnir fást ekki fyrir kraft viljans heldur með því að láta undan og þess vegna ertu fær um að hafa fullkomna stjórn á tilveru þinni. Þú verður leidd/ur í gegnum jákvæða reynslu sem ýtir undir vellíðan þína og ekki síst velgengni næstu misseri.Hreysti, innri friður og jákvætt viðhorf eru áherslur stjörnunnar sem þú valdir rétt í þessu. Þú ættir um þessar mundir að taka opnum örmum á móti því sem stjarna þín færir þér en hér er á ferðinni jákvæð reynsla sem ýtir undir velgengni þína og ekki síst viðurkenningu. Þú átt aðgang að hinu fullkomna jafnvægi hugar og hjarta og ert fær um að skapa hvaðeina sem hugur þinn stendur til.
Semsagt ef ég kemst í samband við mína innri stjörnu þá verður allt æðislegt á næsta ári 🙂 JESSS!

2 svör til “109691871759744176”

  1. Anonymous Þriðjudagur, 5 október 2004 kl. 19:46 #

    Úff þetta er nú meiri vitleysan. Sérstaklega flott líka hvernig þú munt öðlast stjórn með því að missa stjórn.
    Ösp

  2. Anonymous Föstudagur, 8 október 2004 kl. 17:11 #

    Þína innri stjörnu..JÁ…þetta er NÁKVÆMLEGA það sem við erum búnar að vera að segja með kjarna líkamans!
    Sigrún Þöll–>

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: