Sarpur | 21:47

109701349306569286

5 Okt

Hvort má bjóða þér skemmtilegt eða skynsamlegt?

Hvers vegna finnst mér ég alltaf vera að velja milli þess sem er skemmtilegt og þess sem er skynsamlegt. Hvers vegna er aldrei skemmtilegt að gera eitthvað skynsamlegt? Er þetta einhver leynd sjálfseyðingarhvöt hjá mér? Kannski þess vegna sem Alan Shore er uppáhalds minn í Practice. Reyndar hef ég heyrt að það sé stundum skynsamlegt að gera það sem manni finnst skemmtilegt en einhvern veginn virðist það viðhorf aldrei eiga við hjá mér. Í dag var gaman þrátt fyrir að ég væri karlkennd, bíllinn minn færi ekki í gang í fyrsta og ég þyrfti að fara í viðbótartíma í fjarskiptaverkfræði. Vil bara að allir viti það.