Sarpur | nóvember, 2004

110160444912520367

28 Nóv

Tilkynning

Þau sem ekki náðu í flík úr Karl Lagerfeld línu H&M eru beðin um að örvænta eigi heldur mæta galvösk í Kolaportið á morgun milli 11 og 17. Verða þar til sölu notuð föt af rafmagns- og tölvuverkfræðinemum og ættmennum þeirra á afar góðu verði. Mikilvægt er að mæta snemma svo allt flotta dótið verði ekki búið. Sem dæmi um flott dót sem verður líklega selt fyrir hádegi eru Star Trek eyrnalokkar, þrír authentic ónotaðir hippakjólar frá 1970 og mjög fallegir rússkinsskór fyrir fótnett fljóð.

110063250677586139

16 Nóv

Blæti?
Var að gera mjög óþægilega uppgötvun. Ég hef aldrei farið ein í bíó með karlmanni sem ekki er rauðhærður, alltaf þegar eitthvað annað hefur boðist þá hef ég beilað. Er þetta eðlilegt?

110061680690521523

16 Nóv

Valla Jones
Í gær kom lítið saklaust drengkorn og spurði: „ert þú með barn í maganum?“. Ekki að undra þar sem ég er hægt og hægt (eða bara mjög hratt) að breytast í Bridget Jones. Nú, ég er í sömu fatastærð, brjósthaldarastærð, aðeins hærri reyndar (skv. virtu tímariti sem ég las á jfk flugvelli) og jafnflink að elda. Svo er ég líka búin að fá MÖRG tilboð um að fara á myndina (reyndar bara 2 og ekkert frá neinu karlkyns enda væri það alls ekki við hæfi). Já og margir Bandaríkjamenn héldu að ég væri bresk. Lokahnykkurinn er svo árátta mín fyrir að gera lista => You can call me miss Jones.
.
Ps. Bannað að kommenta um væl eða annaðþvíumlíkt, má bara kommenta með eigin reynslusögum.

110057050655387797

16 Nóv

Lélegt…

Are you Addicted to the Internet?

56%

Average@Internet-User.com (41% – 60%)
You seem to have a healthy balance in your life when it comes to the internet and life away from the computer. You know enough to do what you want online without looking like an idiot (most of the time). You even have your own Yahoo club or online journal! But you enjoy seeing your friends and going out to enjoy life away from your computer.

The Are you Addicted to the Internet? Quiz at Quiz Me!

109875305131710838

14 Nóv

Formáli: Ég skrifaði þessa færslu 26. okt og ætlaði svo e-ð að laga hana en gleymdi því og gleymdi að ég hefði skrifað hana. Þetta er semsagt FERÐASAGAN sem frk. ógreidd bað um.

Back to life, back to reality

Jæja þá er ég komin aftur heim frá landi öfganna. Stutt stund milli stríða nýtt til bloggs enda hanga yfir mér mörg stór og vond verkefni sem hóta að bíta mig í rassinn ef ég dröslast ekki til að vera dugleg, metnaðarfull og ákveðin næstu vikuna. Svefngalsinn og sykurvíman halda mér samt vakandi svo það er alveg eins hægt að blogga. Best að rumpa af (stórskrítið orðatiltæki er örugglega að nota það vitlaust) eins og einni stuttri ferðasögu. Kann ekki að skrifa ferðasögur. Hmm…helst er frá því að segja að ég gerðist svo fræg að fara á Halloween ball í Harry Potter-sal. Komst að því að böll í Prinsatúni líkjast mjög böllum í Víðistaðaskóla á árunum 95-98. Sama lýsingin, sama tónlistin og mjög svipað nammi. Reyndar ekki alveg sömu félagsmiðstöðvasporin en félagsmiðstöðvaspor engu að síður. Ég get ekki beðið eftir að auka sporafjöldann á næsta ári 🙂 Get haldið tíma á sumrin ef áhugi er fyrir hendi. Nú svo fór ég í GRE tölvupróf sem gekk nú bara ágætlega, alla vega stærðfræðin, hitt var algjört kjaftæði en ég vissi það nú fyrir. Kynntist hressum leigubílstjóra frá Guatemala sem finnst HemmaGunn brandarinn-Hvað á að gera ef maður týnist í íslenskum skógi? fyndasti brandari í heimi (veit ekki alveg hvernig Guatemalískir brandarar eru) og gaf mér afslátt vegna skemmtanagildis. Komst að því að margir halda að við tölum breska ensku á Íslandi (?), svo var ein sem var ekki viss hvort Ísland væri í Bandaríkjunum og önnur sem hélt því fram að ef Íslendingum tækist að beisla alla metangas- og vetnisorkuna sem býr í landinu okkar þá yrðum við valdameiri en Bandaríkin. Já og eina sem var Bjarkar og Sigurrósarfan…gaman að hitta alla flóruna. Hvað fleira. Jú ég fór í 2 tíma röð og til að fara upp í Empire State og verð að segja að Sleepless in Seattle er ekki raunsæ mynd.

109931653004384175

1 Nóv

No more Outkast!!!
Gott ef þetta passar ekki bara 🙂

Quiz Me
Valla spins tunes as
DJ Improper Repeater

http://quizme.stvlive.com/djname/quiz.php

Vil taka það fram að skoðun í fyrirsögn er ekki mín eigin.