Sarpur | janúar, 2005

110666564345028353

25 Jan

Ari arabi og dóttir hans
Ég var jafnundarlegt barn og ég er stelpukona. Oft vildi (og vill) það koma fyrir að ég biti eitthvað í mig og var þá sama hversu heimskulegt eða tilgangslaust það var. Einu sinni beit ég í mig að ég yrði að geta sagt: „Barbara Ara bar Ara araba bara rabbabara“ 3var sinnum ótrúlega hratt. Nú er metið mitt 9 sinnum og geri aðrir betur. Því vil ég efna til tungubrjótakeppni í commentakerfinu og fær sigurvegarinn krukku af rabbabarasultu Barböru í verðlaun. Viðkomandi verður síðan að sanna færni sína í asnalegu veislunni.
Ps. Lesendum finnst þetta kannski ekkert merkilegt en þá skal ég bara láta ykkur vita að ég þjást af einhverjum japönskukvilla sem veldur því að ég rugla fáránlega oft saman r-um og l-um

110649879573008338

23 Jan

Young at Heart


You Are 20 Years Old


20


Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view – and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what’s to come… love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You’ve had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You’ve been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

110555991005824503

12 Jan

Ef ég væri með lítið barn í maganum…
þá myndi ég skíra það Skúta (Scooter?) væri það drengur en Analíu væri það stúlka. Tel ég að þessi nöfn myndu auka veg þeirra og virðingu hér heima sem og erlendis. Allir sem hafa áhuga á að finna falleg nöfn á börnin sem þeir bera hafa í maganum geta skoðað þessa frétt: http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=96234&e342DataStoreID=2213589

110531242910965140

9 Jan

Fríið er búið
…engin næturspjöll á msn
…engar spólur
…ekkert nammi
…á þessari önn verður sko tekið á því

110489326287585166

5 Jan

Nuns with Guns
Jessörríbob, nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Samkvæmt stjörnuspánni minni á árið 2005 að vera fullkomið. Ég mun til dæmis finna köllun mína í lífinu (það stóð orðrétt) svo að Helga getur byrjað að lesa bloggið aftur 😉 Mikið hlakka ég til. Spennandi að vita hver köllunin er. Ég strengdi bara eitt áramótaheit; ég ætla að hætta að hugsa ljótt. Þetta er sennilega sniðugasta áramótaheit sem ég hef strengt en að sama skapi er mjög erfitt að standa við það. Reyndar er eitt við nýja fullkomna árið sem skelfir mig, svona fullorðinslega séð, allt bendir nefnilega til þess að eftir ár verði ég 23 og hálfs, flutt að heiman til útlanda og með BS gráðu í þokkabót sem er svolítið skerí.

Jæja einíveis, tískan er að gera áramótauppgjör og ég ætla að vera með.

  • Annáll 2004: Árið var gott og átti sinn hápunkt en 2005 verður miklu miklu skemmtilegra.
  • Áramótaheit 2004: Löngu gleymd og grafin, hef pottþétt ekki staðið við neitt þeirra.
  • Mynd ársins 2004: Ég verð örugglega lamin fyrir þetta en ég segi Eternal Sunshine of the Spotless Mind.
  • Plata ársins 2004: Vetrarljóð m. Ragnheiði Gröndal.
  • Bók ársins 2004: Get ekki valið. They’re all my type.

Já og eitt, ég sá asnalegasta hlut í heimi útí 10-11 áðan: koffínlaust diet kók. Til hvers er það? Þetta gaf mér hins vegar góða hugmynd. Ég ætla einhvern tímann að halda asnalega veislu. Drykkjarföng verða fyrrnefnt dietkók, tab og cherry 7up. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað verður í matinn. Svo fara allir að spila t.d. Útvegsspilið eða Idolspilið og hlusta á nýja diskinn hans William Shatners og rappplötuna hans Hasselhoffs. Þegar spileríið er búið er hægt að horfa á spólu með Dolph Lundgren eða Leslie Nielsen. Þetta verður örugglega ógeðslega gaman og ég veit að alla vega Alma og Sigga mæta.