Nuns with Guns
Jessörríbob, nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Samkvæmt stjörnuspánni minni á árið 2005 að vera fullkomið. Ég mun til dæmis finna köllun mína í lífinu (það stóð orðrétt) svo að Helga getur byrjað að lesa bloggið aftur 😉 Mikið hlakka ég til. Spennandi að vita hver köllunin er. Ég strengdi bara eitt áramótaheit; ég ætla að hætta að hugsa ljótt. Þetta er sennilega sniðugasta áramótaheit sem ég hef strengt en að sama skapi er mjög erfitt að standa við það. Reyndar er eitt við nýja fullkomna árið sem skelfir mig, svona fullorðinslega séð, allt bendir nefnilega til þess að eftir ár verði ég 23 og hálfs, flutt að heiman til útlanda og með BS gráðu í þokkabót sem er svolítið skerí.
Jæja einíveis, tískan er að gera áramótauppgjör og ég ætla að vera með.
- Annáll 2004: Árið var gott og átti sinn hápunkt en 2005 verður miklu miklu skemmtilegra.
- Áramótaheit 2004: Löngu gleymd og grafin, hef pottþétt ekki staðið við neitt þeirra.
- Mynd ársins 2004: Ég verð örugglega lamin fyrir þetta en ég segi Eternal Sunshine of the Spotless Mind.
- Plata ársins 2004: Vetrarljóð m. Ragnheiði Gröndal.
- Bók ársins 2004: Get ekki valið. They’re all my type.
Já og eitt, ég sá asnalegasta hlut í heimi útí 10-11 áðan: koffínlaust diet kók. Til hvers er það? Þetta gaf mér hins vegar góða hugmynd. Ég ætla einhvern tímann að halda asnalega veislu. Drykkjarföng verða fyrrnefnt dietkók, tab og cherry 7up. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað verður í matinn. Svo fara allir að spila t.d. Útvegsspilið eða Idolspilið og hlusta á nýja diskinn hans William Shatners og rappplötuna hans Hasselhoffs. Þegar spileríið er búið er hægt að horfa á spólu með Dolph Lundgren eða Leslie Nielsen. Þetta verður örugglega ógeðslega gaman og ég veit að alla vega Alma og Sigga mæta.