110555991005824503

12 Jan

Ef ég væri með lítið barn í maganum…
þá myndi ég skíra það Skúta (Scooter?) væri það drengur en Analíu væri það stúlka. Tel ég að þessi nöfn myndu auka veg þeirra og virðingu hér heima sem og erlendis. Allir sem hafa áhuga á að finna falleg nöfn á börnin sem þeir bera hafa í maganum geta skoðað þessa frétt: http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=96234&e342DataStoreID=2213589

10 svör til “110555991005824503”

 1. Anonymous Miðvikudagur, 12 janúar 2005 kl. 21:48 #

  😀 Þetta var skemmtileg lesning og líka hin fréttin með nöfnum sem voru samþykkt á árinu… en síðan fór ég að hugsa til barnanna sem heita jáh ég þarf ekki að segja þið vitið hvaða nöfn (eða hljótið að finna eitthvað nafn sem) eru algjör skelfing… gaman væri að gera rannsókn á hversu mörg krílanna breyta nafni sínu.
  þetta hafði
  Bjarnheiður
  að segja

 2. Anonymous Fimmtudagur, 13 janúar 2005 kl. 1:19 #

  Mér finnst flest af þessum nöfnum hljóma eins og eitthvað annað Analía til dæmis. Drótt finnst mér líka hljóma vafasamt, minnir á drós eða eitthvað annað. Smá breytingar og þessi nöfn eru kjörin til stríðni.

  Ánægð með blogg virkni þína

 3. Arnþór L. Arnarson Fimmtudagur, 13 janúar 2005 kl. 9:10 #

  Ég er alfarið á móti frelsi í þessum efnum.
  Skv. gamalli og gildri hefð, eiga sveinbörn að skýrast Jón, og stúlkubörn Gunna. Þá fer heimurinn fyrst að minna á gamla og gullna tíma. Lóa og spói í túni, eða hvað þetta firðraða fé heitir nú allt samant, og lykt af grasi og svoleiðs. Og svo eru Jón og Gunna úti á túni með orf og ljá. Þetta er málið!

 4. Valla Fimmtudagur, 13 janúar 2005 kl. 9:17 #

  Já þetta er slæmt með stríðnina. Börn eru grimm og ekki opin fyrir nýjum hugmyndum varðandi nöfn. Ég man t.d. þegar ég var 6 ára þá komu til mín tvær stelpur og sögðu: „afhverju heituru Valgerður, það er strákanafn“. Og fyrst að ofurvenjulegt nafn eins og mitt getur valdið e-m svona kommentum þá eru nöfn eins og nafnlaus (ösp?) nefndi ekki að fara gera góða hluti.

 5. Anonymous Fimmtudagur, 13 janúar 2005 kl. 16:48 #

  Það er nú alltaf verið að stríða mér á nafninu mínu, það eru líka alltaf skólafélagar, núna síðast í partýi. Þá var ég spurð hvenær ég hyggðist fella laufin.. þetta hefur samt ekkert haft nein mannskemmandi áhrif á mig og ef ég eignast einhvern tímann stelpu þá er ég búin að ákveðna nafn sem að býður upp á álíka mikla stríðni og mitt. Það sem drepur þig ekki herðir þig (djók)

  -Ösp

 6. Valla Fimmtudagur, 13 janúar 2005 kl. 18:33 #

  Ekki misskilja börnin góð, ég hef ekkert á móti sérstökum nöfnum og langflest nöfn bjóða upp á einhverja stríðni. En tökum til dæmis nafnið Ljótur sem dæmi. Þó það þýði bjartur eða ljós þá efast ég um að það sé gaman að heita þetta. Má ekki fara út í öfgar. Ég er reyndar sjálf búin að búa til svona þema í nöfnum sem ég myndi skíra mín börn ef ég eignast einhvern tímann einhver börn 🙂

 7. Alma Sunnudagur, 16 janúar 2005 kl. 15:49 #

  Vá, fjöldinn allur af stórfallegum nöfnum, mann langar bara helst ad fara ad búa til barn til ad geta nefnt thad Kormlöd eda Melkólmur…

 8. Anonymous Mánudagur, 17 janúar 2005 kl. 18:54 #

  Þessi nöfn hljóma eins og mismæli:)

  -Ösp

 9. galó-galissó Fimmtudagur, 20 janúar 2005 kl. 18:01 #

  Þó að biblíunafn sé, var ég fyrsti strákur á mínu svæði sem hét Elías. Öllum þótti þetta nafn svo fáránlegt að fóru í sífellu að stríða mér á því, fyrst með barnalegum setningum, en seinna með orðum um munnmök.
  En núna er mér ekki lengur strítt, ég er nefnilega farinn að sakna þess.
  Ætli ég eigi að bæta við nýtt séríslenskt nafn. Eitthvað einstaklegra einsog Ormljótur, Steinharður, Fjósmundur…

 10. Anonymous Sunnudagur, 23 janúar 2005 kl. 1:45 #

  Æji Valla viltu blogga, þetta er svona afþreyingarsíðan mín:)

  -Ösp

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: