110666564345028353

25 Jan

Ari arabi og dóttir hans
Ég var jafnundarlegt barn og ég er stelpukona. Oft vildi (og vill) það koma fyrir að ég biti eitthvað í mig og var þá sama hversu heimskulegt eða tilgangslaust það var. Einu sinni beit ég í mig að ég yrði að geta sagt: „Barbara Ara bar Ara araba bara rabbabara“ 3var sinnum ótrúlega hratt. Nú er metið mitt 9 sinnum og geri aðrir betur. Því vil ég efna til tungubrjótakeppni í commentakerfinu og fær sigurvegarinn krukku af rabbabarasultu Barböru í verðlaun. Viðkomandi verður síðan að sanna færni sína í asnalegu veislunni.
Ps. Lesendum finnst þetta kannski ekkert merkilegt en þá skal ég bara láta ykkur vita að ég þjást af einhverjum japönskukvilla sem veldur því að ég rugla fáránlega oft saman r-um og l-um

6 svör til “110666564345028353”

 1. Anonymous Þriðjudagur, 25 janúar 2005 kl. 22:05 #

  ég er komin í nokkuð góða æfingu með að segja frá henni Baraböru (samt ekki nokkur leið að skilja fólk þegar það segir þetta:))en prófaðu að segja oft og hratt: Æðarfiðrið er frá Nirði niðri í Norðfirði nyrðri“ ég get varla sagt þetta hægt. Ég held að allir fái japanssyndrum ef þeir reyna að segja „grilið glamraði“ nógu hratt og oft.
  Ásdís sem er greinilega að lifa sig aðeins of mikið inn í námskeiðið tjáning og samskipti:)

 2. Anonymous Þriðjudagur, 25 janúar 2005 kl. 22:05 #

  ég er komin í nokkuð góða æfingu með að segja frá henni Baraböru (samt ekki nokkur leið að skilja fólk þegar það segir þetta:))en prófaðu að segja oft og hratt: Æðarfiðrið er frá Nirði niðri í Norðfirði nyrðri“ ég get varla sagt þetta hægt. Ég held að allir fái japanssyndrum ef þeir reyna að segja „grilið glamraði“ nógu hratt og oft.
  Ásdís sem er greinilega að lifa sig aðeins of mikið inn í námskeiðið tjáning og samskipti:)

 3. Anonymous Miðvikudagur, 26 janúar 2005 kl. 10:47 #

  Þegar ég var á sínum tíma í tjáningu þá var það bara Stebbi stóð á ströndu, fæ ég frumleikaverðlaun fyrir að koma þennan tungubrjót?

  -Ösp

 4. Valla Miðvikudagur, 26 janúar 2005 kl. 13:47 #

  Já Ösp þú kemur sterk inn í frumleikaverðlaunin og Ásdís virðist ætla ná sér í efnilegasta nýliðann 😉

 5. Anonymous Fimmtudagur, 27 janúar 2005 kl. 0:37 #

  Já hún er líka að nota sálfræði effekt sem gengur út á það að ef maður sér hlut endurtekið þá fer manni að líka sífellt betur við hann…

  -Ösp

 6. Anonymous Fimmtudagur, 27 janúar 2005 kl. 9:53 #

  Taaraaaaaa ég náði 12 sinnum og geri aðri betur!!! 😉
  Helga

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: