111255482786155759

3 Apr

Prinsatún
Eftir misjákvæða styrkingu í kommentakerfinu hef ég ákveðið að vera móðins og henda inn örstuttri ferðasögu. Ferðin var reyndar ótrúlega tíðindalítil og mér tókst alveg að komast hjá því að villast í New York og taka leigubíla með fólki sem ég hitti úti á götu eins og seinast. Er meira að segja orðin ágætlega sjóuð í NY ferðum og ætla að vera stórborgarlegri í framtíðinni. Nú svo sá hina HEIMSFRÆGU Kim úr Blowout og held ég kannski einn úr fab five genginu. Þetta hrærði sjónvarpsóða sjávarþorpshjartað. Var boðið á date með öskukallinum, gott að vita að ég hef varaskeifu ef Geir hendir mér út, og lenti í brunaæfingu sem olli því að ég læsti mig úti. Voðalega lítið um crazy shit semsagt 🙂 Ég er farin að hlakka fáránlega mikið til að flytja til útlanda þó að vatnið þar sé ekki drykkjarhæft og sturturnar ömurlegar. Jæja vonandi er þetta nóg. Hmm…já gleymdi einu, nú kom sko aldeilis vel á vondan og gleður það örugglega þá sem hafa lent í mjög svo fyndnum aprílgöbbum mínum undanfarin ár (Freyja, Alma, Frida) að ég hljóp feitasta apríl í verden. Bad karma beint í hausinn. Sleppum þeirri sögu 🙂

8 svör til “111255482786155759”

 1. Anonymous Sunnudagur, 3 apríl 2005 kl. 20:06 #

  neineinei! leyfum þeirri sögu að fljóta með!!!

 2. Anonymous Mánudagur, 4 apríl 2005 kl. 0:51 #

  og ég verð svo stolt þegar þú notar sálfræðiorð;)

 3. Anonymous Mánudagur, 4 apríl 2005 kl. 10:18 #

  komdu með söguna NÖRDIÐ þitt!
  kv. Tumi

 4. Alma Mánudagur, 4 apríl 2005 kl. 12:26 #

  Ég vaeri sko alveg til í ad heyra af thessu gabbi, er sjálf mjög fúl yfir ad hafa gleymt ad gabba…

 5. Anonymous Mánudagur, 4 apríl 2005 kl. 17:51 #

  það er þrennt:

  1. Ha? Kim í NY? Er hún þá hætt hjá Jonathan? Það var annars réttast hjá henni, hann kom svo illa fram við hana og hún á betra skilið. Talaðiru ekkert við hana?

  2. Þú drekkur náttúrulega ekki kranavatnið í BNA. Þú verður náttúrulega að leggja þig fram við að vera trendí og kaupa vatn í flöskum. Ég mæli með Iceland Spring því þú ert náttúrulega íslensk. Ekki kaupa Evian því það er alltof venjulegt. En ef þú vilt vera súper kúl þá drekkuru náttúrulega Kaballah vatn ala Madonna.

  3. ég vill heyra 1. apríl söguna!!!

  kv. Jónas

 6. Anonymous Miðvikudagur, 6 apríl 2005 kl. 23:51 #

  Hænurnar redduðu aprílgöbbunum mínum í ár, en hvernig gabbaðiru Ölmu?

  -Ösp

 7. Anonymous Fimmtudagur, 7 apríl 2005 kl. 0:04 #

  Evian er líka bara vont, mikið er ég ánægð að þú ert að kveikja á því hver Kim er Jónas, Valla sakar mig nefnilega um að vera eina áhorfanda þáttanna á Íslandi..

 8. Valla Fimmtudagur, 7 apríl 2005 kl. 0:11 #

  Já Ösp ef ekki væri fyrir þig þá kynni ég ekki jafnmikið af flóknum orðum 🙂 Jónas: 1. Já en hún var bara í fríi, tók myndir af karlkyns vini (ekkert staðfest um samband þeirra). Ég náði því miður ekkert að spjalla við hana sem er mjög leiðinlegt því að við höfum ekki hist for ages. Gott að Ösp er ekki ein í Blowout-fanklúbbnum. Mér fannst þetta samt marka henni sérstöðu í vinahópnum en það er víst búið núna 2. Ég keypti Vasa vatn fannst það hljóma norrænt en það reyndist vera frá Usa. 3. Sagan er stutt: ég féll fyrir gabbi um útskriftarferðina og hringdi í pabba og ætlaði að láta hann laga þetta því ég var í útlöndum og því hljóp ég og pabbi með mér og svo reyndar doublegabbaði pabbi en það er önnur saga. Þetta var fyrir Tuma töffara.–>

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: