Sarpur | 19:33

111333465977303590

12 Apr

Það er frekar slæmt
…þegar maður er að horfa á Allt í drasli og stendur sig að því að hugsa: „iss þetta er nú ekkert“ og „eru það nú pempíur“. Mér finnst samt ógeð þegar það er gamall matur og eyrnapinnar. Oj og tannburstar undir þvottapokum. Reyndar er bara frekar slæmt í sjálfu sér að fá svona mikið út úr því að sjá ókunnugt fólk taka til heima hjá öðru ókunnugu fólki. Soffíu frænku konan hefur bara öðlast eitthvað sérstakt kitsch gildi hjá mér eftir að ég heyrði frá Rástu að hún hefði hvorki prumpað né ropað fyrir framan eiginmann sinn og ráðlegði öðrum að vera jafnpenar.