Sarpur | 0:26

111378545640701888

18 Apr

Nokkur orð
…sem ég er ekki viss að séu til í orðabók en ég nota mikið:

 • veseniskisar
 • flauelisbuxur (ekki flauelsbuxur, is-ið borið greinilega fram)
 • ruglumbull
 • fokkedífokk
 • húffalúffar
 • ullabjakk

…sem eru mikið notuð vegna áhrifa frá umhverfinu, þó mér finnist þau ekki góð:

 • satt (true)
 • gaur
 • kúkalabbi
 • nákvæmlega
 • einmitt
 • svaðalega
 • annars
 • reyndar
 • ógeðslega

…sem eru bara notuð í Hafnarfirði eða af gömlu fólki:

 • kjaftatífa
 • ramba
 • i (það er orð)

Þetta er orðaforðinn minn, með honum ætti ég að geta sett saman nokkrar ágætisbloggfærslur og jafnvel eina eða tvær ritgerðir en eitthvað gengur það brösuglega (gott orð, bæta því við gamlingjaorðaforða). Íslenskukunnátta mín er ekki söm eftir verkfræðideild Háskóla Íslands. Klúðraði hrikalega spurningu um Snorra-Eddu í Trivial áðan…hvað er í gangi? Hlýt að vera orðin rosalega góð í verkfræði, hef bara ýtt íslenskunni út til að koma merkjafræði fyrir. Vonandi kemur hún einhvern tímann aftur.