111378545640701888

18 Apr

Nokkur orð
…sem ég er ekki viss að séu til í orðabók en ég nota mikið:

 • veseniskisar
 • flauelisbuxur (ekki flauelsbuxur, is-ið borið greinilega fram)
 • ruglumbull
 • fokkedífokk
 • húffalúffar
 • ullabjakk

…sem eru mikið notuð vegna áhrifa frá umhverfinu, þó mér finnist þau ekki góð:

 • satt (true)
 • gaur
 • kúkalabbi
 • nákvæmlega
 • einmitt
 • svaðalega
 • annars
 • reyndar
 • ógeðslega

…sem eru bara notuð í Hafnarfirði eða af gömlu fólki:

 • kjaftatífa
 • ramba
 • i (það er orð)

Þetta er orðaforðinn minn, með honum ætti ég að geta sett saman nokkrar ágætisbloggfærslur og jafnvel eina eða tvær ritgerðir en eitthvað gengur það brösuglega (gott orð, bæta því við gamlingjaorðaforða). Íslenskukunnátta mín er ekki söm eftir verkfræðideild Háskóla Íslands. Klúðraði hrikalega spurningu um Snorra-Eddu í Trivial áðan…hvað er í gangi? Hlýt að vera orðin rosalega góð í verkfræði, hef bara ýtt íslenskunni út til að koma merkjafræði fyrir. Vonandi kemur hún einhvern tímann aftur.

6 svör til “111378545640701888”

 1. Anonymous Mánudagur, 18 apríl 2005 kl. 18:08 #

  ég á eitt orð – perradjöfull, notaði það oft á tímabili, hefurðu heyrt það áður?

 2. Arnþór L. Arnarson Mánudagur, 18 apríl 2005 kl. 20:00 #

  Haha! Gott gott. 😀

  Í uppáhaldi af upptöldum orðum, eru: Úffalúffar og fokkedífokk.

  Skemmtilega krúttileg orð, og stórskemmtileg svona talmáls orð.

  Geturðu nokkuð útlistað úffalúffa betur fyrir fáfróðum?

  Ég kannast við að tapa niður íslenskunni. Ég var mun betur talandi í æsku og hafði meira svona hreinan og heilsteyptari orðaforða. Oh! Villti strákur! Óþekki strákur! ;9 Sem nennir ekki einusinni að tala almennilega íslensku lengur. Úff hvílíkur rebell! Ég er orðinn svo æstur að það er komin gufa á gleraugun mín.

 3. Valla Mánudagur, 18 apríl 2005 kl. 22:41 #

  Orðið húffalúffi er íslensk þýðing á enska orðinu heffalump. Nýlegri þýðing á þessu sama orði væri fríll. Þetta er víst úr Bangsímon. Ég veit samt ekki hvort húffalúffi er úr bók eða hvort Geir bjó orðið til. Hann kenndi mér það í það minnsta. Mín notkun á orðinu væri t.d.: „Passaðu þig á húffalúffunum“ eða „hann er nú svolítill húffalúffi“ og þýðir það sennilega e-ð svipað og perradjöfull hjá frk. nafnlausri 🙂 Ég er ekki frá því að þetta hafi kannski verið svolítið húffalúffalegt komment hjá þér Arnþór. Alla vega óþekktarparturinn 🙂

 4. Arnþór L. Arnarson Miðvikudagur, 20 apríl 2005 kl. 22:21 #

  Hehe ég væri eflaust fyrirtaks húffalúffi. 🙂 Ah! Tilvera mín sem húffalúffi væri eflaust sætleg. Ég myndi stofna krúttilegt ríki húffalúffa, þar sem allir húffalúffar, húffalúffast eins og þeir meist meiga, og það væri áreyðanlega mjög krúttlegt og sætt. Ég er sannfærður um þetta. Enni mitt hrukkast og beyglast af sannfæringu, sem ég er húffalúffari! skal ég lúffa húffa! ;9

  Hmm..?

 5. Helga Fimmtudagur, 21 apríl 2005 kl. 16:22 #

  Hvað er málið með þetta orð: flauelisbuxur!!??
  Hversu margir saumaklúbbar hafa farið í þetta skrattans orð?

  Mér finnst réttara að segja að flauelsbuxur en ekki flauelisbuxur….
  Kv. Helga

 6. Anonymous Föstudagur, 22 apríl 2005 kl. 10:51 #

  ég greini ykkur skitsófrenísk því þið haldið ekki train of thought

  -Ösp

  p.s þið getið lesið ykkur til um þetta á alnetinu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: