Sarpur | 14:30

111469899394543412

28 Apr

I put the pro in procrastination
Hvernig er þetta hægt? Í dag er ég búin að klára smásögu sem ég er búin að vera lesa í 2 vikur (hún er 10 bls), láta skipta um dekk (hmm…1.apríl?), borga reikninga (fæ örugglega bráðum á mig lögfræðing) og prenta út allar þróun hugbúnaðarglósur í heiminum (hefði kannski átt að gera það jafnóðum). Ástæðan fyrir því að ég rumpaði af öllu þessu drasli sem ég er búin að fresta og fresta er sú að ég er að fresta því að byrja læra fyrir prófin. Að byrja á einhverju tengdu skólanum er nefnilega það næstleiðinlegasta sem ég geri á eftir því að þrífa bílinn minn og herbergið. Kannski ef ég ákveð að þrífa herbergið mitt þá dríf ég í að læra?