I put the pro in procrastination
Hvernig er þetta hægt? Í dag er ég búin að klára smásögu sem ég er búin að vera lesa í 2 vikur (hún er 10 bls), láta skipta um dekk (hmm…1.apríl?), borga reikninga (fæ örugglega bráðum á mig lögfræðing) og prenta út allar þróun hugbúnaðarglósur í heiminum (hefði kannski átt að gera það jafnóðum). Ástæðan fyrir því að ég rumpaði af öllu þessu drasli sem ég er búin að fresta og fresta er sú að ég er að fresta því að byrja læra fyrir prófin. Að byrja á einhverju tengdu skólanum er nefnilega það næstleiðinlegasta sem ég geri á eftir því að þrífa bílinn minn og herbergið. Kannski ef ég ákveð að þrífa herbergið mitt þá dríf ég í að læra?
🙂 Vá hvað mér líður eins… hvað er ég t.d. að skoða blogg núna? Þegar ég ætti að vera að lesa… hm… ha?
-Bjarnheiður
En bíddu, hver er þá pælingin á bak við það að vera í tölvuverkfræði? Er ekki sniðugast að skipta bara um deild, ha?
Bannað að kommenta nafnlaust! Og það er líka bannað að stríða mér á því að ég skipti oft um skoðun. Annars var þetta klaufalega orðað hjá mér, ég er alveg sátt við skólann núna þegar ég þarf ekki að læra neina merkjafræði 🙂 Ég er bara löt og þess vegna finnst mér leiðinlegt að byrja á verkefnum.
Merkjafræði er heldur ekki boðleg fyrir hvíta menn !
jámm er það ekki bara ég sem má kommenta nafnlaust;)
ég búin að vera svipuð, var m.a.s að taka til og þá fyrst er nú allt að fara úr böndunum…
-Ösp