Sarpur | júní, 2005

111989708025809173

27 Jún

„Now you can go out and play!“
Vitna í kort frá Rakel hér í fyrirsögn. Já nú hef ég ekkert að væla yfir, sakna næstum tilvistarkreppunnar 🙂 Líka búin að senda umsókn í eitthvað 4 mánaða nám úti í U.S.A. og því mjög líklega á leiðinni til útlanda. Lok ágúst. Gleði gleði. Á reyndar eftir að finna húsnæði og kaupa miðann en það er seinni tíma vandamál. Þakka öllum fyrir skemmtilegt kökuboð á laugardaginn. Mér finnst eins og höfuðið á mér sé komið í gang aftur 😀

111957174393149077

24 Jún

This is a man’s world
Frá byrjun skólaárs þegar ég tók þá ákvörðun að einbeita mér að tölvum frekar en rafmagni hef ég verið karlkennd meira en góðu hófi gegnir. Tilgátur um brjóstamissi hafa vaðið uppi, ég er kölluð Benedikt á flugvöllum og Jóhann á hótelum. Hins vegar tók botninn úr í kvöld þegar móðir mín lét út úr sér yndislegasta mismæli seinni ára. Here goes: „Hvað er þetta, þú tekur þér nú eitt ár í að verða þér úti um verkfræðitittlinginn“. Nú veit ég hvaðan ég erfði orðheppnina.
Ykkar einlægur Valgarður Guðni.

111879441522228635

14 Jún

Ferðasagan
Bara fyrir þig Edda 🙂 Hún er því sem næst í skeytastíl.

San Fransisco: 1 vika. Þetta var námsferðarhlutinn. Við fórum í Google, Cisco, Intel safn, Nasa safn, Stanford og Berkeley. Google skemmtilegast að mínu mati. Í frítíma skoðaði ég Alcatraz og fór í búðir. Fór á kínverskan veitingastað þar sem allur matur var með haus (sem betur fer eiginlega). Frændfólk Hildar í mínum bekk skipulagði ferð í Napa Valley í vínsmökkun og bauð okkur í siglingu á snekkju, hef ég nú kynnst hinu ljúfa lífi. Ég keypti Sideways í Barnes and Noble’s. Gerði örugglega eitthvað meira sem ég er að gleyma. Mæli með San Fransisco, hún er mjög skemmtileg.

Los Angeles: 1 vika. Jay Leno, Russell Crowe, Nelly og David Hasselhoff. Ok DH er ekki staðfestur en stælt, sólbrúnt goð í rauðum stuttbuxum með liðað hár…hlýtur að vera hann. Ég myndi sko rústa hvaða frægumannakeppni sem er. Búin að sjá Kim í BlowOut, Jai í Queer Eye, Russell og Leno. Ef David er staðfestur þá verð ég ósigrandi. Mig langar ekki aftur til LA. Fór í Universal Studios, skoðaði skiltið og gangstéttina, Beverly hæðir, fór í mall og eitthvað fleira. Einhvern veginn virðist ég ekki hafa gert neitt í LA. Pottþétt að gleyma einhverju hér.

Las Vegas: 1 dagur. Eyddi $1 í slot machine, fimmfaldaði upphæðina og tapaði öllu. Fjárhættuspil eru ekki fyrir mig, frekar en Matador. Toppurinn á LV var samt Sólarsirkussýningin (get ekki skrifað þetta rétt á frummálinu) hún var ótrúleg, hef aldrei séð jafnflotta sýningu. Átti afmæli, drakk minn fyrsta kokteil og fór heim 🙂 Vel heppnað, Las Vegas er súrrealísk.

Hawaii: 1 vika. Gerði ekki neitt á Hawaii. Fór í sund, sunddólgaðist, horfði á sjónvarp, svaf, týndist uppá fjalli og var bjargað af gömlum hippa.

Vil taka það fram að þetta er ekki framlag í leiðinlegu sögukeppnina.

111848484947331236

11 Jún

Bimbirimbirimmbamm
Andskotans helvítis, ég var búin að skrifa rosalanga (og leiðinlega) ferðasögu, átti bara Hawaii eftir þegar tölvunni var óvart kippt úr sambandi. Urrg. Allt týnt. Á nógu erfitt með að finna hvatningu til skrifa. Aldrei að tengja öll raftæki við sama millistykkið. Vírusputtinn strikes again. Reyndar eftir því sem ég nálgast útskrift virðist vírusputtinn vera að hverfa og breytast í viðgerðarputta. Raftæki eru hætt að slökkva á sér í návist minni, skjáir hættir að flökta og fjöldi óútskýranlegra bilana stefnir á núllið. Prentarar hata mig samt jafnmikið og áður en ég get lært að lifa með því. Ég stefni á að verða eins og karl faðir minn. Hann hefur nefnilega þann óþolandi hæfileika að þegar ég er búin að skemma eitthvað og byrjuð að sparka í „bilaða draslið“ þá þarf hann ekki nema að ganga inn í herbergi til þess að allt lagist. Óþolandi. Ferðasagan birtist seinna. Núna langar mig bara að skrifa lista, undarleg þörf sem ég held að orsakist af jetlag. Listi dagsins er: Eiginleikar blogga sem ég nenni að lesa. Hugsa að ég geri lista að föstum lið. Listar sem bíða í óþreyju eftir að fæðast eru Undarleg orð og orðasambönd (t.d. óhemju skemmtilegt, óhemjur eru oftast ekkert skemmtilegar), lög til að fá á heilann sem ómögulegt er að losna við (t.d. Girl from Ipanema) og hlutir sem ég ætla alltaf að bæta en geri aldrei (t.d. hætta að naga neglur). Með þessu listafargani hygst ég hrekja á braut alla lesendur nema þá allra hörðustu og ná þannig aftur leynibloggsstatus og nenna aftur að lesa eigið blogg (sjá lista yfir eiginleikana)

Þess má einmitt geta að topp 3 sem ég elska við Ísland eru sturtuhausar, vatn og loft.

Eiginleikar leshæfra blogga

  1. Leynileyni, það er mjög mikilvægt að annaðhvort sé bloggið leynileyni eða þá að eigandinn viti ekki að ég lesi það, ég held ég sé með gægjuþörf, líst ekki nógu vel á þennan eiginleika.
  2. Persónulegt, gægjuþörfin aftur. Yndið við persónuleg blogg er að sum eru þau svo ógeðslega leiðinleg að mig þyrstir í meira til að hneykslast yfir. Oftast eru þau samt skemmtileg því juicy details er það sem almenningur vill.
  3. Ekki of langar færslur, einbeitingarskortur.
  4. Efnistök eiga helst að vera líf í útlöndum, „markaðurinn“ eða tilgangslausar sögur.

Já og Jónas varðandi mblogslygavefinn þá var ég einu sinni næstum því búin að senda inn færslu um 111 meðferð á hundum en þar fyrir utan ákvað ég að mblog væri ekki mitt thing.