111848484947331236

11 Jún

Bimbirimbirimmbamm
Andskotans helvítis, ég var búin að skrifa rosalanga (og leiðinlega) ferðasögu, átti bara Hawaii eftir þegar tölvunni var óvart kippt úr sambandi. Urrg. Allt týnt. Á nógu erfitt með að finna hvatningu til skrifa. Aldrei að tengja öll raftæki við sama millistykkið. Vírusputtinn strikes again. Reyndar eftir því sem ég nálgast útskrift virðist vírusputtinn vera að hverfa og breytast í viðgerðarputta. Raftæki eru hætt að slökkva á sér í návist minni, skjáir hættir að flökta og fjöldi óútskýranlegra bilana stefnir á núllið. Prentarar hata mig samt jafnmikið og áður en ég get lært að lifa með því. Ég stefni á að verða eins og karl faðir minn. Hann hefur nefnilega þann óþolandi hæfileika að þegar ég er búin að skemma eitthvað og byrjuð að sparka í „bilaða draslið“ þá þarf hann ekki nema að ganga inn í herbergi til þess að allt lagist. Óþolandi. Ferðasagan birtist seinna. Núna langar mig bara að skrifa lista, undarleg þörf sem ég held að orsakist af jetlag. Listi dagsins er: Eiginleikar blogga sem ég nenni að lesa. Hugsa að ég geri lista að föstum lið. Listar sem bíða í óþreyju eftir að fæðast eru Undarleg orð og orðasambönd (t.d. óhemju skemmtilegt, óhemjur eru oftast ekkert skemmtilegar), lög til að fá á heilann sem ómögulegt er að losna við (t.d. Girl from Ipanema) og hlutir sem ég ætla alltaf að bæta en geri aldrei (t.d. hætta að naga neglur). Með þessu listafargani hygst ég hrekja á braut alla lesendur nema þá allra hörðustu og ná þannig aftur leynibloggsstatus og nenna aftur að lesa eigið blogg (sjá lista yfir eiginleikana)

Þess má einmitt geta að topp 3 sem ég elska við Ísland eru sturtuhausar, vatn og loft.

Eiginleikar leshæfra blogga

 1. Leynileyni, það er mjög mikilvægt að annaðhvort sé bloggið leynileyni eða þá að eigandinn viti ekki að ég lesi það, ég held ég sé með gægjuþörf, líst ekki nógu vel á þennan eiginleika.
 2. Persónulegt, gægjuþörfin aftur. Yndið við persónuleg blogg er að sum eru þau svo ógeðslega leiðinleg að mig þyrstir í meira til að hneykslast yfir. Oftast eru þau samt skemmtileg því juicy details er það sem almenningur vill.
 3. Ekki of langar færslur, einbeitingarskortur.
 4. Efnistök eiga helst að vera líf í útlöndum, „markaðurinn“ eða tilgangslausar sögur.

Já og Jónas varðandi mblogslygavefinn þá var ég einu sinni næstum því búin að senda inn færslu um 111 meðferð á hundum en þar fyrir utan ákvað ég að mblog væri ekki mitt thing.

Auglýsingar

4 svör to “111848484947331236”

 1. Geir Mánudagur, 13 júní 2005 kl. 16:21 #

  Ég biðst innilegrar afsökunar á þeim gjörningi mínum að meina þér aðgangi að hálfraunverulegum netveruleikanum með því að taka tölvuna úr sambandi og framkalla þannig póstmóderníska angist og örvæntingu í sálartetri þínu með því að neita þér sem netsjálfi með skoðanir og tilfinningar. Gerist ekki aftur 🙂

 2. Anonymous Þriðjudagur, 14 júní 2005 kl. 8:42 #

  það virðist helst einkenna ferðasögur þínar að þær birtast ekki… duló 😉

 3. Arn��r L. Arnarson Miðvikudagur, 15 júní 2005 kl. 20:05 #

  Oh.. mitt blogg er defenetly not your type. ;P Þau eru að lengjast og lengjast, og lengjast, og bráðum taka þau engan enda. Síðan grunar mig líka að þau séu að verða enn leiðinlegri.

  Gaman að þessu. 😉

 4. Anonymous Sunnudagur, 19 júní 2005 kl. 15:34 #

  ég er hætt að lesa persónulegu bloggin í gægjutilgangi, mér hefndist nefnilega svo hressilega fyrir það núna um daginn þegar ,,persónuleg“ færsla birtist óvænt á dauða blogginu mínu

  -Ösp–>

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: