111879441522228635

14 Jún

Ferðasagan
Bara fyrir þig Edda 🙂 Hún er því sem næst í skeytastíl.

San Fransisco: 1 vika. Þetta var námsferðarhlutinn. Við fórum í Google, Cisco, Intel safn, Nasa safn, Stanford og Berkeley. Google skemmtilegast að mínu mati. Í frítíma skoðaði ég Alcatraz og fór í búðir. Fór á kínverskan veitingastað þar sem allur matur var með haus (sem betur fer eiginlega). Frændfólk Hildar í mínum bekk skipulagði ferð í Napa Valley í vínsmökkun og bauð okkur í siglingu á snekkju, hef ég nú kynnst hinu ljúfa lífi. Ég keypti Sideways í Barnes and Noble’s. Gerði örugglega eitthvað meira sem ég er að gleyma. Mæli með San Fransisco, hún er mjög skemmtileg.

Los Angeles: 1 vika. Jay Leno, Russell Crowe, Nelly og David Hasselhoff. Ok DH er ekki staðfestur en stælt, sólbrúnt goð í rauðum stuttbuxum með liðað hár…hlýtur að vera hann. Ég myndi sko rústa hvaða frægumannakeppni sem er. Búin að sjá Kim í BlowOut, Jai í Queer Eye, Russell og Leno. Ef David er staðfestur þá verð ég ósigrandi. Mig langar ekki aftur til LA. Fór í Universal Studios, skoðaði skiltið og gangstéttina, Beverly hæðir, fór í mall og eitthvað fleira. Einhvern veginn virðist ég ekki hafa gert neitt í LA. Pottþétt að gleyma einhverju hér.

Las Vegas: 1 dagur. Eyddi $1 í slot machine, fimmfaldaði upphæðina og tapaði öllu. Fjárhættuspil eru ekki fyrir mig, frekar en Matador. Toppurinn á LV var samt Sólarsirkussýningin (get ekki skrifað þetta rétt á frummálinu) hún var ótrúleg, hef aldrei séð jafnflotta sýningu. Átti afmæli, drakk minn fyrsta kokteil og fór heim 🙂 Vel heppnað, Las Vegas er súrrealísk.

Hawaii: 1 vika. Gerði ekki neitt á Hawaii. Fór í sund, sunddólgaðist, horfði á sjónvarp, svaf, týndist uppá fjalli og var bjargað af gömlum hippa.

Vil taka það fram að þetta er ekki framlag í leiðinlegu sögukeppnina.

6 svör til “111879441522228635”

 1. Anonymous Miðvikudagur, 15 júní 2005 kl. 23:52 #

  mér finnst eiginlega merkilegast ef þú hefur séð Davy enda maðurinn goð

  kv
  Ösp

 2. Alma Föstudagur, 17 júní 2005 kl. 14:02 #

  Vá, thad er alveg satt. Svakalegt ad sjá Dabba..Heppin!!!
  En hvad er ad sunddólgast?

 3. Anonymous Þriðjudagur, 21 júní 2005 kl. 10:12 #

  „Some people stand in the darkness, afraid to step into the light“

  Ef þetta er ekki slagari þá veit ég ekki hvað!

  kv. Tumi

 4. Valla Þriðjudagur, 21 júní 2005 kl. 19:48 #

  Já, það kemst enginn karlmaður með tærnar þar sem Davy hefur hælana. Ég man eftir bílailmmyndinni sem einhver átti af honum. Hún hvarf bara einn daginn, ekki að undra,vafalaust einhver stolið henni.

 5. siggasig Þriðjudagur, 21 júní 2005 kl. 22:27 #

  Við Alma keyptum myndina af David í bílinn hans pabba sem virtist ekkert hafa á móti því að hafa einn vöðvastæltan og loðinn hangandi í baksýnisspeglinum. Hefur kannski haldið að þetta væri mynd af honum sjálfum…
  Góð ferðasaga og velkomin heim!
  Kv. Sigga

 6. Anonymous Fimmtudagur, 23 júní 2005 kl. 18:22 #

  ég man líka þegar það tilheyrði að kaupa svona mynd í hvert skipti sem einhver eignaðist bíl, æj við erum orðnar svo gamlar!

  -Ösp

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: