Sarpur | júlí, 2005

112267625501342291

29 Júl

Myndir
Setti inn myndir frá útskriftarferðinni. Hér. Nennti ekki að flokka þær og því eru þær ekki aaalveg í réttri röð og sumar úr fókus og margar eins.

112233473939016406

25 Júl

Símavinir
Eftir að ég loksins drullaðist til að velja mér símavini þá hef ég hringt miklu meira í fólk sem er ekki símavinir mínir. Það er vafalaust einhver djúp sálfræði bakvið þetta markaðstrikk Símans. Annars ætla ég bráðum að henda þessu bloggi og fá mér nýtt útlandalegra blogg. Það er tískan. Útlandabloggið verður fjölskylduvænna og betra. Nú er ég búin að skrifa það og verð því að standa við það.

112223064612458936

24 Júl

Prófagleði!
Nú hef ég loksins fundið mig í lífinu. Ég ætla að starfa sem mannþekkjari. Tók nefnilega þetta próf og fékk 19 stig af 20!

112118139744995447

12 Júl

Allt að gerast
Búin að fá fullt af sprautum, búin að fá íbúð (95% viss alla vega), komin inn í 4 mánaða prógram í ensku í Penn og búin að kaupa farmiðann (út 25. ágúst). Nú þarf ég bara að fá visa í sendiráðinu (gögnin eru á leiðinni víst) og 3 sprautur í viðbót 😀

Já og fyrir þá sem vilja vita er planið svona:

  • september – desember: Philadelphia, USA
  • desember – ?: koma heim og vinna vonandi
  • ?-??: heimsækja mismunandi útlönd

Öll spurningamerkin eru vegna þess að þeir sem skipuleggja meira en 3-4 mánuði fram í tímann eiga í meiri hættu á að fá taugaáfall en aðrir.

vúhú loksins!