Myndir 🙂
Til hliðar undir myndasöfn má sjá fyrsta skammtinn af myndum frá Philadelphiu. Ég fylgi enn óritskoðaðri stefnu og því fengu ljótar myndir, of dökkar myndir og of ljósar myndir að fylgja með. Á tímabili var ég samt farin að veikjast í trúnni og vildi taka út nokkrar ljótar myndir en það er bannað að BRJÓTA EKKI PRINSIPP!
Annars er það helst að frétta að í dag fékk ég að fara í mitt elskaða IKEA og ekki varð ég fyrir vonbrigðum. Onei. Miklu stærra, miklu ódýrara og miklu sænskara IKEA heldur en heima. Auðvitað var til allt úr bæklingnum og þar að auki var hægt að kaupa Giller kanilsnúða, Marabou súkkulaði og fleira sænskt. Þegar ég síðan kom heim blasti við mér auglýsing: Hópferð Sansom Place East (byggingin okkar heitir það) í IKEA! Ég með!
Við fórum líka í göngutúr niður í miðbæ Philadelphiu og skoðuðum okkur um þ. á m. Liberty Bell, Independence Hall og South Street, sem er með skemmtilegri götum sem ég hef heimsótt.
Sarpur | 1:27