112519486765637176

28 Ágú

Myndir 🙂
Til hliðar undir myndasöfn má sjá fyrsta skammtinn af myndum frá Philadelphiu. Ég fylgi enn óritskoðaðri stefnu og því fengu ljótar myndir, of dökkar myndir og of ljósar myndir að fylgja með. Á tímabili var ég samt farin að veikjast í trúnni og vildi taka út nokkrar ljótar myndir en það er bannað að BRJÓTA EKKI PRINSIPP!
Annars er það helst að frétta að í dag fékk ég að fara í mitt elskaða IKEA og ekki varð ég fyrir vonbrigðum. Onei. Miklu stærra, miklu ódýrara og miklu sænskara IKEA heldur en heima. Auðvitað var til allt úr bæklingnum og þar að auki var hægt að kaupa Giller kanilsnúða, Marabou súkkulaði og fleira sænskt. Þegar ég síðan kom heim blasti við mér auglýsing: Hópferð Sansom Place East (byggingin okkar heitir það) í IKEA! Ég með!
Við fórum líka í göngutúr niður í miðbæ Philadelphiu og skoðuðum okkur um þ. á m. Liberty Bell, Independence Hall og South Street, sem er með skemmtilegri götum sem ég hef heimsótt.

8 svör til “112519486765637176”

 1. Helga Sunnudagur, 28 ágúst 2005 kl. 11:44 #

  Best er myndin þar sem Geir er með alla IKEA pokana, IKEA startbox 1 🙂
  Hafiða óendanlega gott =)

  Kv. Helga

 2. Aðdáandi Sunnudagur, 28 ágúst 2005 kl. 12:34 #

  Þú ert ekki enn búinn að segja hvað þú ert að læra í Philly

 3. Anonymous Sunnudagur, 28 ágúst 2005 kl. 13:13 #

  jiminn hvað þetta er spennandi, það verður líka gaman að sjá svona fyrir og eftir IKEA. Ég var reyndar soldið sjokkeruð að þið séuð farin að sofa í sama rúmi en ég jafna mig.

  kv
  óleynilegi aðdáandinn

 4. Anonymous Sunnudagur, 28 ágúst 2005 kl. 13:15 #

  ánægð með þig stúlka og prinsippin, trúi því samt ekki að ferðin með Geir hafi verið meira special en ferðin okkar saman um daginn.. bíð spennt eftir meili.

  -Ösp

 5. Valla Mánudagur, 29 ágúst 2005 kl. 2:30 #

  Aðdáandi: Ég er að læra ensku, þú ert ekki ennþá búin að segja hvað þú heitir.
  Ösp: Ferðin okkar var ómetanlegt þroskaskref í átt að frekari IKEA ferðum. Sennilega hefði ég brotnað niður og farið að gráta ef ég hefði ekki fengið þessa æfingu í fullorðinshegðun með þér 🙂 Okkar ferð var auðvitað sérstök og ekkert mun geta komið í stað hennar.

 6. Bjarnheidur Mánudagur, 29 ágúst 2005 kl. 8:00 #

  Jájá, í byrjun lítur þetta sumsé út eins og sumarbústaður… ætli sjónvarpstilfæringin sé ekki fyrsta skrefið að persónulegu „touch“-i? 😛 Bíð bara spennt eftir meiru 🙂

 7. Anonymous Miðvikudagur, 31 ágúst 2005 kl. 1:02 #

  Hahahaha – þú varst nú ekki ánægð með allt labbið fyrr en þú vissir að IKEA væri næsti stoppistaður;) Það og Urban Outfitters er allt sem þarf… Kv.Inga

 8. Anonymous Fimmtudagur, 1 september 2005 kl. 12:58 #

  Hæ sæta

  Freistingin og tilfinningarnar báru mig ofurliði í gær þegar ég fór og sótti peysuna.. opnaði pakkann.

  Takk fyrir mig, mjög vel til fundið var einmitt að renna í bað þegar ég opnaði.

  Hafðu það gott
  (bíð enn eftir emil)

  Kv.
  Tré

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: