Sarpur | 14:22

112575911875602133

3 Sep

Cross Cultural Misunderstanding
Lenti í alveg tryllt fyndnu atviki í gær. Þar sem það er fólk frá u.þ.b. 15 löndum og á ýmsum stigum varðandi getu í prógramminu sem ég er í var allur hópurinn settur í svona Cross Cultural Workshop, sem er ótrúlega skemmtilegt og sniðugt fyrirbrigði. Þar var unnið með nöfn frá mismunandi löndum, steríótýpur í samfélaginu, first impressions og fleira í þeim dúr.

Í first impressions hlutanum átti að sitja við hliðina á einhverjum sem maður hafði helst aldrei hitt og vissi kannski ekkert um nema nafn og heimaland og skrifa niður nokkur atriði um hvað maður héldi um viðkomandi og halda svo kynningu. Sú sem átti að skrifa um mig vissi bara nafn, heimaland og að ég væri nýútskrifuð úr háskóla. Þess má geta að hún varð svo impóneruð þegar hún heyrði heimalandið að ég hélt að höfuðið ætlaði af! Ótrúlega indæl stelpa en ekkert voðalega góð í ensku.
Kynningin byrjaði svona: „Name is Valla and she is from ICEBERG!
Aldrei á ævinni hef ég átt svona erfitt með að hlæja ekki enda hefði það verið mesti moodkiller þar sem fyrri hluti tímans hafði farið í að ræða hvað það væri mikilvægt að vera þolinmóð(ur) við fólk frá öðrum menningarheimum. Hún hélt líka að ég dýrkaði pop music og ástarkvikmyndir, væri með gráðu í business, væri frá smábæ (já) og synti mjög mikið (ekki alveg). Greyið fór alveg í rusl eftir kynninguna og ég þurfti að eyða löngum tíma í að útskýra fyrir henni að þetta væri allt í lagi og ég hefði ekki orðið sár.

Stundum held ég að ég sé þriggja ára. Eftir þetta var svona „allir að kynnast og drekka soda“ partý sem var reyndar mjög skemmtilegt og gaf öllum færi á að kynnast betur. Til dæmis kynntist ég skemmtilegri stelpu frá Swiss sem ég hékk eiginlega með allan daginn. Veit ekki alveg hvort ég á að segja henni hvað eftirnafn hennar þýðir á íslensku, hún heitir nefnilega Mella. Hitti reyndar annan sem bar eftirnafnið Hommi en það fannst mér ekki nærri jafnfyndið.

Semsagt dagurinn í gær fór í svona social kynnast öllum blabla og í nótt dreymdi mig að ég þyrfti alltaf að segja hæ við alla sem ég mætti úti á götu og var ótrúlega þreytt þegar ég vaknaði.

Í gærkvöldi fórum við Geir niður í gamla bæinn í Philadelphiu á svokallaðan „First Friday“ en fyrsta föstudag í mánuði eru öll listagallerí í gamla bænum opin fram á kvöld og í tengslum við það er allt fullt af götulistamönnum og götumörkuðum. Hápunkturinn að mínu mati var svona philadelphísk útgáfa af kassabílaralli en fólk virtist hafa breytt stórum þríhjólum í einhverja furðuvagna, einn sat til dæmis á klósetti, og var í kappakstri á þessum hjólum.