112575911875602133

3 Sep

Cross Cultural Misunderstanding
Lenti í alveg tryllt fyndnu atviki í gær. Þar sem það er fólk frá u.þ.b. 15 löndum og á ýmsum stigum varðandi getu í prógramminu sem ég er í var allur hópurinn settur í svona Cross Cultural Workshop, sem er ótrúlega skemmtilegt og sniðugt fyrirbrigði. Þar var unnið með nöfn frá mismunandi löndum, steríótýpur í samfélaginu, first impressions og fleira í þeim dúr.

Í first impressions hlutanum átti að sitja við hliðina á einhverjum sem maður hafði helst aldrei hitt og vissi kannski ekkert um nema nafn og heimaland og skrifa niður nokkur atriði um hvað maður héldi um viðkomandi og halda svo kynningu. Sú sem átti að skrifa um mig vissi bara nafn, heimaland og að ég væri nýútskrifuð úr háskóla. Þess má geta að hún varð svo impóneruð þegar hún heyrði heimalandið að ég hélt að höfuðið ætlaði af! Ótrúlega indæl stelpa en ekkert voðalega góð í ensku.
Kynningin byrjaði svona: „Name is Valla and she is from ICEBERG!
Aldrei á ævinni hef ég átt svona erfitt með að hlæja ekki enda hefði það verið mesti moodkiller þar sem fyrri hluti tímans hafði farið í að ræða hvað það væri mikilvægt að vera þolinmóð(ur) við fólk frá öðrum menningarheimum. Hún hélt líka að ég dýrkaði pop music og ástarkvikmyndir, væri með gráðu í business, væri frá smábæ (já) og synti mjög mikið (ekki alveg). Greyið fór alveg í rusl eftir kynninguna og ég þurfti að eyða löngum tíma í að útskýra fyrir henni að þetta væri allt í lagi og ég hefði ekki orðið sár.

Stundum held ég að ég sé þriggja ára. Eftir þetta var svona „allir að kynnast og drekka soda“ partý sem var reyndar mjög skemmtilegt og gaf öllum færi á að kynnast betur. Til dæmis kynntist ég skemmtilegri stelpu frá Swiss sem ég hékk eiginlega með allan daginn. Veit ekki alveg hvort ég á að segja henni hvað eftirnafn hennar þýðir á íslensku, hún heitir nefnilega Mella. Hitti reyndar annan sem bar eftirnafnið Hommi en það fannst mér ekki nærri jafnfyndið.

Semsagt dagurinn í gær fór í svona social kynnast öllum blabla og í nótt dreymdi mig að ég þyrfti alltaf að segja hæ við alla sem ég mætti úti á götu og var ótrúlega þreytt þegar ég vaknaði.

Í gærkvöldi fórum við Geir niður í gamla bæinn í Philadelphiu á svokallaðan „First Friday“ en fyrsta föstudag í mánuði eru öll listagallerí í gamla bænum opin fram á kvöld og í tengslum við það er allt fullt af götulistamönnum og götumörkuðum. Hápunkturinn að mínu mati var svona philadelphísk útgáfa af kassabílaralli en fólk virtist hafa breytt stórum þríhjólum í einhverja furðuvagna, einn sat til dæmis á klósetti, og var í kappakstri á þessum hjólum.

15 svör til “112575911875602133”

 1. Rakel Laugardagur, 3 september 2005 kl. 19:09 #

  Æðislegt að lesa bloggin þín Valla – svo gaman að sjá hvað þú ert að skemmta þér og njóta þín! Greinilegt – that you have gone out to play =)

 2. burn victim Laugardagur, 3 september 2005 kl. 20:50 #

  Eftirlegu kindur í rafmagninu voru að spá í hvað þú værir að gera úti (hvað þú ert að læra).

 3. Anonymous Laugardagur, 3 september 2005 kl. 21:28 #

  Frábært að þú skemmtir þér svona vel. Stelpurnar hlógu mikið að Iceberg brandarnum í gær 😉 Þú ert duglegri að blogga en ég, nota bene!!;)
  -Freyja letibloggari og letihaugur in general

 4. Alma Laugardagur, 3 september 2005 kl. 22:33 #

  Hahahahahhahahhaa

 5. Alma Laugardagur, 3 september 2005 kl. 22:34 #

  Mér finnst samt eftirnafnið Hommi alveg jafnfyndið og Mella..hahhahaha

 6. Anonymous Sunnudagur, 4 september 2005 kl. 11:49 #

  þetta hljómar allt ofurspennandi:)
  Undur og stórmerki ég er komin með blogg sem ég lofa ekki að vera duglega að skrifa á, hef ekki tíma til að senda email á alla svo… slóðin er
  http://asdis-i-santa-barbara.blogspot.com/

 7. Anonymous Sunnudagur, 4 september 2005 kl. 13:15 #

  Ég man þá tíð að eftirnafið hommi hefði verið efni í brandara sem hefði enst í 4 ár..

  -Ösp

 8. Anonymous Sunnudagur, 4 september 2005 kl. 13:44 #

  Þvílík þolinmæði – ég hefði sprungið úr hlátri;)
  Þessi bekkur þinn lofar góðu – sérstaklega Mella og Hommi:P

  Kv.Brynja

 9. Valla Sunnudagur, 4 september 2005 kl. 15:35 #

  Já Hommi hefði sennilega gengið af mér dauðri í 8. bekk það hefði verið svo fyndið sérstaklega ef gaurinn héti Jón Hommi 😀
  Burn victim (Hinrik :)?) ég fór að læra ensku og svona í 4 mánuði og kem svo heim að vinna eftir jól 🙂

 10. Anonymous Mánudagur, 5 september 2005 kl. 10:55 #

  kleinu og dónöts?

  kv.
  Ösp

 11. Stebbi Þriðjudagur, 6 september 2005 kl. 4:37 #

  Hahahahhaha!!! Valla, þú ert snillingur!! Ég hef aldrei lesið nokkuð jafnfyndið og þetta blogg! 🙂

 12. Bjarnheidur Þriðjudagur, 6 september 2005 kl. 8:41 #

  Sko ef ég dey úr hlátri, þá vitiði hver er sökudólgurinn 😉 Algjör snilldarfrásögn!

 13. Anonymous Fimmtudagur, 8 september 2005 kl. 15:58 #

  Láttu ekki svona, þú elskar popptónlist, sbr Will Smith kvótið!

  Allavega þá hló ég upphátt hér í tölvustofunni, það er svoldið vandræðalegt. hmm…. Ég held að þú ættir ekkert að vera að segja fólkinu hvað nöfn þeirra þýða, some things are better left unsaid.

  kv. Jónas

 14. Anonymous Sunnudagur, 11 september 2005 kl. 15:57 #

  jæja elskan ekki láta vinsældir þessara færslu hefta aðra færslu:) við vinnandi fólk höfum lítið annað að gera en lesa blogg í frístundum svo ég bíð spennt e næstu færslu:)

  -Ösp

 15. Helga Mánudagur, 12 september 2005 kl. 22:57 #

  Sammála síðasta ræðumanni!! =)–>

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: