Sarpur | 16:32

112671557631036096

14 Sep

Lost without you
Komið hefur upp vandamál í heimilishaldinu. Svik, blekkingar og ómótstæðilegar freistingar skekja stoðirnar. Enn hefur hvorugt okkar brotnað svo vitað sé til en bæði höfum við beygst ískyggilega. Við tökum ekki til svo dögum skiptir, sofum óreglulega, lærum lítið.

Þetta byrjaði allt í seinustu viku þegar ég keypti fyrstu seríuna af Lost. Guðný frænka hafði gefið mér nasaþefinn af þáttunum og ég var fallin, vildi meira. Geir fannst þetta nú heldur ómerkilegur pappír en gaf þessu nú tækifæri mín vegna. En núna er allt farið til fjandans. Þetta er eins og eiturlyf. Ég þrái næsta skammt heitar en allt og Geir líka þó hann viðurkenni það aldrei. En við ætluðum að horfa á þetta SAMAN svo það þarf alltaf að bíða eftir að hinn aðilinn sé heima/búinn að læra/vakandi. Ég hata tillitsemi við aðra.

Setti líka inn myndir af fólki úr skólanum og frá Washington ferð.