112671557631036096

14 Sep

Lost without you
Komið hefur upp vandamál í heimilishaldinu. Svik, blekkingar og ómótstæðilegar freistingar skekja stoðirnar. Enn hefur hvorugt okkar brotnað svo vitað sé til en bæði höfum við beygst ískyggilega. Við tökum ekki til svo dögum skiptir, sofum óreglulega, lærum lítið.

Þetta byrjaði allt í seinustu viku þegar ég keypti fyrstu seríuna af Lost. Guðný frænka hafði gefið mér nasaþefinn af þáttunum og ég var fallin, vildi meira. Geir fannst þetta nú heldur ómerkilegur pappír en gaf þessu nú tækifæri mín vegna. En núna er allt farið til fjandans. Þetta er eins og eiturlyf. Ég þrái næsta skammt heitar en allt og Geir líka þó hann viðurkenni það aldrei. En við ætluðum að horfa á þetta SAMAN svo það þarf alltaf að bíða eftir að hinn aðilinn sé heima/búinn að læra/vakandi. Ég hata tillitsemi við aðra.

Setti líka inn myndir af fólki úr skólanum og frá Washington ferð.

Auglýsingar

12 svör to “112671557631036096”

 1. Geir Miðvikudagur, 14 september 2005 kl. 18:13 #

  This post has been removed by the author.

 2. Geir Miðvikudagur, 14 september 2005 kl. 18:14 #

  Ég eyddi óvart kommentinu mínu (hvernig fer ég að þessu?). En já, þetta er nú ekki eins merkilegt og 24 😉

 3. Anonymous Miðvikudagur, 14 september 2005 kl. 19:25 #

  Ekki minnast á lost aftur. ég er rétt að komast yfir fíkn mína og þá staðreynd að ég mun ekki sjá einn einasta þátt úr næstu seríu fyrr en í fyrstalagi í desember!!!! ARG!

  kv. Jónas

 4. Bjarnheidur Miðvikudagur, 14 september 2005 kl. 21:16 #

  Hahaha! 😀 Það er alveg magnað þetta með Asíubúa að gera friðarmerki á öllum myndum… Flestir í Nýja-Sjálandi voru svona á myndunum hans Magga og það er varla mynd án friðarmerkis sem vinur minn í Taiwan tekur!!! Hvað skyldum við gera á myndum sem er hliðstætt fyndið?

 5. Valla Miðvikudagur, 14 september 2005 kl. 23:39 #

  Jónas, frá einum sjónvarpssjúklingi til annars: I feel your pain. Ertu ekki með sjónvarp? Ég veit ekki hvað við gerum á myndum en þessum stelpum fannst mjög óþægilegt að ég teldi ekki niður svo allir gætu verið tilbúnir þegar myndin var tekin.

 6. Anonymous Fimmtudagur, 15 september 2005 kl. 11:27 #

  hressandi að sjá hvað þú ert í góðum tengslum við asíska arfleifð þína, þú skerð þig samt óneitanlega aðeins úr með ljóst hár, rjóða vanga og í marglitum bol.. ég held líka að þú og stúlkan með fingra merkið verðið góðar vinkonur, hún minnir á mig að segja (lélegan) brandara;)

  kv
  æskuvink.

 7. Anonymous Fimmtudagur, 15 september 2005 kl. 16:04 #

  Líf án Lost er ekkert líf.

  Sigrún Þöll

 8. Sigga Laugardagur, 17 september 2005 kl. 11:33 #

  Öss, meira ástandið á ykkur hjónum þarna úti! Annars byrjaði ég að horfa á Lost í sumar og fann ekki fyrir neinum einkennum um fíkn. Finnst þeir ekkert sérstakir!

 9. Sigga Laugardagur, 17 september 2005 kl. 11:34 #

  …með „þeir“ á ég við Lost-þættina. Svona ef einhver áttaði sig ekki á mínu innleggi.

 10. Anonymous Mánudagur, 19 september 2005 kl. 23:57 #

  Innlegg mitt i peace merkja fikn asiskra kvenna a ljosmyndum:

  Eg tok eftir tessu i London tegar eg var fyrir utan Buckingham Palace og hopar af konum af asisku bergi brotid at lata ljosmynda.

  Godvinkona min, Jina Kim, sem er aettud fra Koreu, byr i Bandarikjunum en er her i skiptinami er afar medvitud um hina steriotypisku asisku stulku og mundar peacemerkid idulega vid myndatokur til ad vidhalda steriotypunni. Tad var eflaust eitthvad point en eg ekki muna.

  kv. Jonas

 11. Anonymous Þriðjudagur, 20 september 2005 kl. 16:24 #

  jæja

  gengur ekki lengur! msn á fim kl 12:00 á íslenskum tíma.. gengur það upp?

  kv
  Ösp

 12. Valla Þriðjudagur, 20 september 2005 kl. 17:01 #

  Tölvupóst næst takk 🙂 það er eiginilega allt of snemmt því þá er klukkan bara 8 hjá mér, betra svona um 17.00 til 19.00 á ísl tíma 🙂 á mið eða fim hvort sem er

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: