Gallabuxnamenning í Kanaveldi
Það er fátt í heimi hér sem ég hata jafnmikið og gallabuxnakaup. Afhverju? Jú, í fyrsta lagi þá innifela gallabuxnakaup ákvarðanatökur og val, í öðru lagi þá innifela þau rass og læri og í þriðja lagi þá eru þau alltof flókin. Í dag tók ég hins vegar ákvörðun. Nú skyldi ég kaupa mér í það minnsta eitt sett enda hef ég ekki átt góðar galló síðan í fimmta bekk í MR. Eftir skóla tók ég því stefnuna á útsölu eina í baráttuhug! Mér hafði þó í það minnsta tekist að velja búð.
Kaninn er eins og flestir vita til í ansi mörgum stærðum og gerðum og allir verða að fá eitthvað fyrir sig. Sennilega eru gallabuxur notaðar til skilgreiningar sjálfsmyndar og því er ferlið flókið. Andstæðingurinn var harðari í horn að taka en virtist í fyrstu. Spurningar sem gallabuxnakaupandi hér í landi þarf að hafa velt fyrir sér áður en lagt er í hann:
1. Hvert er kyn þitt? Karl? Kona?
2. Hvernig ertu í laginu? Löng og mjó? Bein og mjaðmalaus? Aðeins rúnnaðri en samt mittislaus? Rassstór, mittismjó og rúnnuð?
3. Ertu með voða stuttar lappir? Frekar stuttar lappir? Venjulegar lappir? Langar lappir?
4. Hvaða stærð notaru á skalanum 0 upp í 18?
5. Hvaða snið viltu? Upp í mitti? Mjaðmabuxur? Útvíðar? Innvíðar? Beinar? Flare (veit ekki hvað það er einu sinni)?
6. Hvaða lit viltu? Ljósljósbláan, ljósbláan, bláan, dökkbláan?
Ég mátaði alls 12 gallabuxur. Tók það 1 klst og á tímabili var afgreiðslukonan sannfærð um að ég væri að stela eða veik á geði. Mæli ekki með þessu fyrir valkvíðasjúklinga.