Klukk, klukk
Í nokkra daga er ég búin að vera mjög leið yfir því hvað ég er mikil lumma. Ástæðan, jú, enginn hefur klukkað mig 😦 En nú er öldin önnur þökk sé Sigríði. Tek ég því þátt í klukkleiknum og klukka Geir, Ásdísi og Rástu:
- Ég er með 5 cm langt ör á miðju bakinu sem kom þegar ég var 10 ára og enginn veit afhverju.
- Sennilega er ég með snert af einhverfu því að kjötið má ekki koma við sósuna, sósan má ekki koma við kartöflurnar og grænmetið má ALLS ekki koma nálægt sósunni. Helst á allt að vera alveg aðskilið á disknum.
- Ég er mjög hrædd við hvali og ef ég sé hval í sjónvarpinu þá krullast upp á mér tærnar.
- Við Geir erum með alveg eins lappir (fyrir utan tær) það er mjög krípí.
- Mér fannst Steve Guttenberg sætur þegar ég var yngri.