112743215062556037

22 Sep

Klukk, klukk
Í nokkra daga er ég búin að vera mjög leið yfir því hvað ég er mikil lumma. Ástæðan, jú, enginn hefur klukkað mig 😦 En nú er öldin önnur þökk sé Sigríði. Tek ég því þátt í klukkleiknum og klukka Geir, Ásdísi og Rástu:

 1. Ég er með 5 cm langt ör á miðju bakinu sem kom þegar ég var 10 ára og enginn veit afhverju.
 2. Sennilega er ég með snert af einhverfu því að kjötið má ekki koma við sósuna, sósan má ekki koma við kartöflurnar og grænmetið má ALLS ekki koma nálægt sósunni. Helst á allt að vera alveg aðskilið á disknum.
 3. Ég er mjög hrædd við hvali og ef ég sé hval í sjónvarpinu þá krullast upp á mér tærnar.
 4. Við Geir erum með alveg eins lappir (fyrir utan tær) það er mjög krípí.
 5. Mér fannst Steve Guttenberg sætur þegar ég var yngri.

5 svör til “112743215062556037”

 1. Alma Föstudagur, 23 september 2005 kl. 8:43 #

  En ertu áberandi skræk í málrómi? Þú hefur jú svona þráhyggjukennd áhugamál; rauðhærða karlmenn, ís, sjónvarp…Vá, ég ætla að skoða bókina sem ég á um einhverfu og vita hvort fleiri einkenni eiga við þig.

 2. Valla Föstudagur, 23 september 2005 kl. 16:38 #

  Hahahhaa já reyndar er ég áberandi skræk í málrómi…sjitt :S

 3. Arnþór L. Arnarson Föstudagur, 23 september 2005 kl. 21:55 #

  Þekkið þið einhverjar fleiri með þráhyggjukenndan áhuga á rauðhærðum kalmönnum?

  Er ekki plús ef þeir eru haldnir þráhyggju að auki?

  Var þetta örvæntingarfullt? Jæja ég er farinn, til að eiga í frekari þráhyggjukenndum hugsunum um hvort þetta hafi verið övæntingarfullt komment eða ekki.

 4. Valla Föstudagur, 23 september 2005 kl. 22:49 #

  Hahaha…við vorum nokkrar með heilt félag í kringum þessa undarlegu (?) þráhyggju snemma á þessum áratug. Alma var formaður og ég (ritari minnir mig) var nú e-ð laus í rásinni því þrátt fyrir að rauður blær sé á Geira karlinum þá er hann kannski ekki „pure breed“. Þráhyggja var ekkert endilega mínus 🙂 Vafalaust hefur þetta komment þitt kveikt í nokkrum rauðperrum með þráhyggjuívafi 🙂 Kannski ætti ég að stofna svona stefnumótalínu fyrir rauðhærða og áhugafólk þeirra?

 5. Anonymous Laugardagur, 24 september 2005 kl. 12:57 #

  Ji ég er nú bara hneyksluð að þú skammist þín fyrir að hafa þótt Stevie hot, ég vil meina að það sé mjög eðlilegt enda þótti mér maðurinn goð. Lögregluskólamyndirnar hefðu t.d ekki verið samar án hans. Annars finnst mér þetta klukk dæmi pínu kjánalegt, en þitt þó gott.

  kv
  Ösp

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: