112770476668396514

26 Sep

Keðjubréf
Þessi klukkleikur sem tröllríður bloggheimum minnti mig allt í einu á gömlu keðjubréfin. Sendu einn tyggjópakka til þess sem sendi þér þetta bréf og þú færð 500 til baka! Ég tók nú þátt í þeim ófáum en aldrei skiluðu allir pakkarnir sér til baka þó ég hafi nú stundum fengið allt upp í 3. Ætli krakkar sendi ennþá keðjubréf? Eða bara keðjuemail?

4 svör til “112770476668396514”

  1. Anonymous Þriðjudagur, 27 september 2005 kl. 14:31 #

    Ég held ég hafi bara aldrei fengið neitt sent til baka þegar ég var krakki…ALDREI.. En þessu keðjubréf eru eitthvað ennþá í gangi en þau hafa tekið breytingum..núna sendir maður límmiðana (eða hvað sem keðjan snýst um) bara með keðjubréfinu svo allir fá dótið strax..tilvalið tækifæri fyrir „þeeegar ÉG var ung!“-ræðuna.

    Sigrún Þöll

  2. Alma Þriðjudagur, 27 september 2005 kl. 20:19 #

    Já, ég var bærilega virk í þessu, en aldrei fékk maður neitt og þótti eiginlega bara pirrandi að fá þetta. Yfirleitt var það líka fólk sem maður þekkti ekkert að ráði, börn vina foreldra manns eða álíka, sem sendi þetta…

  3. Anonymous Miðvikudagur, 28 september 2005 kl. 9:12 #

    ég man eftir einni svona keðju, sem snerist um að ef maður tæki þátt þá yrði sá sem maður var skotinn í skotinn á móti.
    Ég fékk mitt fyrsta keðjubréf sent frá villingi í keflavík sem ég þekkti lauslega og neðst stóð hótandi ,,ef þú tekur ekki þátt þá fer hann að hata þig! “
    það var ekkert að hvetja mig til að taka þátt enda rauf ég alltaf allar keðjur

    kv
    Ösp

  4. Helga Miðvikudagur, 28 september 2005 kl. 10:03 #

    ég tók nú þátt í ófáum keðjubréfunum, þá einkum og sér í lagi ef maður átti að fá eitthvað dótarí sent í pósti.
    Ég fékk kannski 5 hubbabúbba tyggjópakka og 3 ópalpakka, en átti að fá 100 minnir mig=)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: