Sarpur | október, 2005

112986234909545215

21 Okt

Myndir úr skólanum
Í dag var seinasti skóladagur fyrir vetrarfrí svo flestir komu með myndavél og gott í gogginn. Þeir sem vilja geta skoðað nemendur og kennara hér.

112958698686465626

17 Okt

Bætist við bloggheima
Nú fer hver X-arinn að vera síðastur til að hefja vefskrif. Sjálf Bjarnheiður er komin með blogg 🙂 Mér líst vel á það framtak og vona að hún verði öflug í skrifunum.

112905421768115508

11 Okt

CSI: Philadelphia
Mér finnst að nýjasti CSI þátturinn ætti að gerast í Philly. Af hverju? Jú, þegar horft er á Local News þá er, gróflega áætlað, eitt morð á dag svo það ætti að vera nóg að gera hjá CSI fólkinu. Mig grunar líka sterklega að ef þeir kæmust í íbúðina okkar þá myndu þeir uppgötva að hér bjó fjöldamorðingi. Ég setti mig nefnilega í CSI skóna við flutningana og komst að eftirfarandi:

  1. Það er risastór krókur í eldhúsloftinu.
  2. Á baðherbergishurðinni stendur: Death to All Humans
  3. Það voru mörg svört hár INNAN Í frystinum.
  4. Undarlegir blettir í teppinu.

Vafalaust eitthvað fleira ef ég fengi blátt ljós og latex hanska.

112812910364105266

1 Okt

O dear, we seem to be out of marmelade

You Belong in London

A little old fashioned, and a little modern.

A little traditional, and a little bit punk rock.

A unique woman like you needs a city that offers everything.

No wonder you and London will get along so well.


What City Do You Belong in? Take This Quiz 🙂

Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.

Ég held að spurningin um smekk á karlmönnum hafi gert útslagið. Valdi: Witty and sophisticated men. Dæmi: „Æji, þetta var bara eitthvað plat“. Geir: „ón!“. 😉