CSI: Philadelphia
Mér finnst að nýjasti CSI þátturinn ætti að gerast í Philly. Af hverju? Jú, þegar horft er á Local News þá er, gróflega áætlað, eitt morð á dag svo það ætti að vera nóg að gera hjá CSI fólkinu. Mig grunar líka sterklega að ef þeir kæmust í íbúðina okkar þá myndu þeir uppgötva að hér bjó fjöldamorðingi. Ég setti mig nefnilega í CSI skóna við flutningana og komst að eftirfarandi:
- Það er risastór krókur í eldhúsloftinu.
- Á baðherbergishurðinni stendur: Death to All Humans
- Það voru mörg svört hár INNAN Í frystinum.
- Undarlegir blettir í teppinu.
Vafalaust eitthvað fleira ef ég fengi blátt ljós og latex hanska.
Vá, ertu líka orðin CSI-sjúk? Ég skil ekkert í mér, ég er alveg dottin inn í þennan þátt, þetta er farið að hafa áhrifa á BA-skrif. Er hrifnari af Miamideildinni (held ég að hún heiti), hef bara einu sinni séð New York.
Hahaha, þú fílar Miami bara best því David Caruso er rauðhærður! Annars er ég mest fyrir originalinn þ.e. Las Vegas, svo Miami en mér finnst New York líka mjög gott hef bara lítið séð af því.
Mér finnst Caruso svo mikil klisja. ég þoli hann ekki. Ég fíla CSI LV best en hef reyndar ekki séð NY, bara einn þátt eða eitthvað. Truflar mig bara svo að Elani úr leiðarljósi er í aðalhlutverki.
kv. Jónas
Ég skil ekki alveg þetta með krókinn..?
Sigrún Þöll
Jújú krókur til að hengja í ekki satt?
Blessuð
Ertu ekki með síma, skype og msn þarna í Delphi? Erum að velta fyrir okkur að skreppa á Hawaii yfir jólin og vantar upplýsingar frá local búa.
Add-aðu mig á allan pakkann:
sími 1206-527-6195
skype kolbeinntumi
msn skotinn@hotmail.com
Later skvísa
sammála Jónas, erfitt að taka hana (Elani) alvarlega;) bíð alltaf eftir vel leikna hreimnum
Já, en nú er ég farin að efast, kannski er það ekkert Miami, vissi ekki að Las Vegas væri til…Hver er David Caruso? Hm…nú þarf ég að fara að horfa af meiri áhuga.
Ég hef nú lengi haft tröllatrú á LaTeX, en ég vissi ekki að það kæmi að notum við lausn sakamála. Treysti því að þú hafir það gott í Philadelphiu.
Alma: David Caruso er rauðhærði gaurinn, hann var líka í NYPD Blue 🙂
Benni: Haha, LaTeX kemur að notum í flestum starfsgreinum, líka við flipflop hef ég heyrt.
Hahaha, já það er næsta víst að það getur komið að góðum notum við flipflop, kannski reyndar dálítið tilgangslaust við flipfloppið sem þú taldir þig verða vitni að?