Sarpur | nóvember, 2005

Naflaskoðun með 7 sem base

21 Nóv

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey
1. Ákveða mig
2. Eiga eða ættleiða barn
3. Læra um lönd og menningu þeirra og fara svo að heimsækja þau
4. Læra að taka góðar ljósmyndir eða mála
5. Skilja flókin hugtök sem ég skil ekki núna
6. Lesa allar bækurnar sem ég hef sankað að mér en ekki lesið
7. Eignast fleiri bækur til að lesa ekki fyrr en 10 árum eftir kaup

Sjö hlutir sem ég get gert
1. Eldað túnfiskspasta
2. Skipt um harðan disk
3. Bakað Rice Crispies
4. Kaðlaprjónað
5. Fengið Geir til að hlæja þegar hann vill það ekki
6. Giskað rétt á aldur fólks (oftast)
7. Sofnað við allar kringumstæður

Sjö hlutir sem ég get ekki gert
1. Hætt að naga neglur
2. Munað dansspor
3. Valið samstæða sokka
4. Sungið fallega
5. Fundið jólagjöf handa pabba
6. Þagað yfir spennandi gjöfum sem ég ætla að gefa
7. Haldið „rétt“ á blýanti/penna

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið
1. Kímnigáfa
2. Gáfur
3. Orðheppni
4. Gleði og hlýja (ekki hin sanna innri gleði sem finnst á grandrokk Ösp 😉 )
5. Heiðarleiki
6. Virðing fyrir sjálfum sér og samferðarmönnum
7. Hlýðni

Sjö staðir sem mig langar á
1. Japan
2. Grikkland
3. Ítalía
4. Chile
5. Nýja Sjáland
6. Górillubæli einhvers staðar uppi í fjöllum
7. Inkarústir

Sjö orð eða setningar sem ég segi oft
1. Oh, really?
2. Jájá, ég er alveg vakandi
3. Nei í alvöru?
4. Ha?
5. Happy happy joy joy
6. Ekki bulla
7. Nei það er ekki satt

Sjö hlutir sem ég sé núna
1. Orðabók
2. Vekjaraklukka
3. Annie Hall DVD
4. Homer Simpson í Ópi Munchs
5. Peysan mín
6. Sæng
7. Stílabók með krassi

Kitla ég hérmeð: Bjarnheiði, Guðnýju Huldu, Guðrúnu Helgu, Stebba, Ragnheiði, Ásdísi og Geir.

Það kitlaði óneitanlega hláturtaugarnar

21 Nóv

þegar vinur hans Geirs lýsti Arnold Svartanaggi í spandex: „He looks like a handful of walnuts stuffed into a condom!“ Ég er ekki frá því að það sé bara þó nokkuð til í þessu hjá honum.

Flippidíflopp og náttbuxur

14 Nóv

Kallið það menningarsjokk, kallið það heimþrá, kallið það jafnvel rasisma og þröngsýni en ég get ekki hætt að undra mig á klæðnaði ungra kvenna hér í borg! Hvers vegna spranga þær enn um galvaskar í flipflopinu og náttbuxunum? Það er kominn nóvember! Eina breytingin er að núna er komið púffvesti yfir hlírabolinn 😦 Kræst.
Ég hata líka Fahrenheit gráður meira en allt! Rakel, Ásdís og Helga vita afhverju 🙂

Those were the days…

14 Nóv

Kommentið hans Jónasar við tröllaprófið kveikti lítinn minnisneista í huga mér og gróf ég þetta því upp frá einu af fyrrverandi bloggum mínum: http://quizilla.com/users/vallan/quizzes/Hver%20vinanna%20ertu%3F/ Skráið niðurstöður í kommentakerfið. Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég valdi þessa vini og hvernig spurningarnar voru samdar en útkoman sannar að þetta er rétt hjá Jónasi, ég er að breytast í Pál 🙂 Best að skrá sig í Flokkinn…
Thu ert Palli. Myndir aldrei lata sja thig i joggabuxum a almannafaeri en ert samt besta skinn og storskemmtilegur med alkaholi.
Palli. Sveitadrengur sem kom til borgarinnar.
Myndir aldrei lata sja thig utandyra i
joggabuxum og ert blarri en allt blatt. Thu ert
tho storskemmtilegur med vini og studbolti hinn
mesti. Su pickuplina sem virkar best a thig er:
eg kann ad segja modurmalskennsla a 6
tungumalum

Hver vinanna ertu?
brought to you by Quizilla

Menningarmunur

14 Nóv

Í dag átti ég í löngum samræðum við vini mína tvo frá Taívan um hin margumræddu písmerki á myndum og komst að því að þau héldu bæði að þetta væri universal og international fyrirbrigði. Einnig kom í ljós að þetta þýðir vanalega victory en ekkert endilega peace og að enginn nema ég hafði hugmynd um dónalega merkingu öfugra peacemerkja. Skemmtilegasta útskýringin var samt að ef tvö písmerki eru sett upp að andlitinu þá virkar það mjög grennandi. Frá písmerkjaumræðunni var skoppað beint yfir í hversu erfitt væri að þekkja hvítt fólk í sundur og meta aldur; allir frá 20 til 40 gætu verið jafngamlir þess vegna og svo hvort ég sæi mikinn mun á Kóreubúum, Tævönum, Kínverjum og Japönum. Að lokum var svo rætt um það hvað væri nægilegt til að hópur fólks gæti talið sig þjóð, skilgreiningin sem virðist vera kennd í Taívan er sú að til þessa þurfi mynt, her, stjórnkerfi og tungumál. Ísland er semsagt ekki þjóð. Þetta vissi ég ekki og fannst merkilegt 🙂
Jibbí kóla! Svo pöntuðum við okkur hótel í Boston á kjaraprís og núna er www.travelocity.com uppáhalds síðan mín 🙂

Mamma segir nú að ég sé frekar dipló

13 Nóv

Stjórnmálaþurs

Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.

Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra – og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.

Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu… sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.

Hvaða tröll ert þú?

Valla Hall

6 Nóv

Vegna veðurs drifum við DJ Geiri okkur til New York borgar áðan. Að sjálfsögðu var það gaman, en hápunktur ferðarinnar var hins vegar að sitja við tjarnarbakkann í Central Park og hlera samræður innfæddra. Ungur háskólapiltur sat fyrir aftan og ræddi skelega um andans mál við vinkonu – Woody Allen style – þetta var yndi, eins og að vera statisti í Everyone Says I Love You en ég skammast mín samt fyrir að hafa flissað svona mikið.

Tilkynning til áhugamanna um frægt fólk og frægumannakeppnir

2 Nóv

Sá enga aðra en Fantasiu sem sigraði American Idol, reyndar fyrir löngu en mig vantar bloggefni. Sá líka gaurinn sem leikur sálfræðinginn í Law and Order: SVU. Hann fer samt kannski á gráa svæðið ásamt David Hasselhoff og Jai úr Queer Eye því ég er ekki alveg viss um hann, vissi bara að hann var með fyrirlestur hér á svæðinu og ég held ég hafi séð hann. Nú þarf ég bara að rekast á gaurinn úr Extreme Makeover: Home Edition eða aukaleikara úr CSI og þá get ég dáið sátt.