Sarpur | 1:49

Tilkynning til áhugamanna um frægt fólk og frægumannakeppnir

2 Nóv

Sá enga aðra en Fantasiu sem sigraði American Idol, reyndar fyrir löngu en mig vantar bloggefni. Sá líka gaurinn sem leikur sálfræðinginn í Law and Order: SVU. Hann fer samt kannski á gráa svæðið ásamt David Hasselhoff og Jai úr Queer Eye því ég er ekki alveg viss um hann, vissi bara að hann var með fyrirlestur hér á svæðinu og ég held ég hafi séð hann. Nú þarf ég bara að rekast á gaurinn úr Extreme Makeover: Home Edition eða aukaleikara úr CSI og þá get ég dáið sátt.