Sá enga aðra en Fantasiu sem sigraði American Idol, reyndar fyrir löngu en mig vantar bloggefni. Sá líka gaurinn sem leikur sálfræðinginn í Law and Order: SVU. Hann fer samt kannski á gráa svæðið ásamt David Hasselhoff og Jai úr Queer Eye því ég er ekki alveg viss um hann, vissi bara að hann var með fyrirlestur hér á svæðinu og ég held ég hafi séð hann. Nú þarf ég bara að rekast á gaurinn úr Extreme Makeover: Home Edition eða aukaleikara úr CSI og þá get ég dáið sátt.
Hasselhoffinn er nú meira en á gráu svæði, hann er eiginlega á dökksvarbrúnu svæði…
takk fyrir gjöfina beibí
kv.
Ösp
Ösp: Það var nú ekkert. Vonandi kemur hún að góðum notum 🙂 Ég er með tilgangslaust bréf í smíðum til þín sem ég sendi eftir prjónanámskeiðið haha 🙂
Benni: Já, þú ert svartsýnismaður, ég segi að þetta hafi verið hann. Hversu margir fjallmyndarlegir menn á sextugsaldri geta púllað rauðar sundbuxur svona vel?
Vil reyndar taka það fram að sennilega fara allir á þetta dökksvarbrúna nema Fantasia sem er staðfest og Kim úr hinum fantagóða hárgreiðsluraunveruleikaþætti BlowOut sem allir muna eftir og horfðu á 🙂
Með gráu svæði..hvort ertu þá að meina að þú sért ekki viss um að þú hafir séð hann eða að hann sé ekki nógu frægur?? Því David Hasselhoff ER NÓGU FRÆGUR. Svo er líka góð leið til að fá svona á hreint að kalla bara „DAVID!“ og athuga hvort hann lítur við. Sama gildir um önnur nöfn að sjálfsögðu.
Sigrún Þöll
Vá, flott að sjá svona frægt fólk…þótt ég viti ekki hver þessi Fantasía er. Vona að þú hittir einhverja fleiri fræga…kannski þennan sæta úr CSI…
Sigrún, það er greinilegt að þú ert atvinnumaður í svona celeb-spotting. Við verðum einhvern tímann að fara saman í Bláa lónið eða á Austurvöll og spotta celeb saman.
Til er ég!
Sigrún Þöll–>