Kallið það menningarsjokk, kallið það heimþrá, kallið það jafnvel rasisma og þröngsýni en ég get ekki hætt að undra mig á klæðnaði ungra kvenna hér í borg! Hvers vegna spranga þær enn um galvaskar í flipflopinu og náttbuxunum? Það er kominn nóvember! Eina breytingin er að núna er komið púffvesti yfir hlírabolinn 😦 Kræst.
Ég hata líka Fahrenheit gráður meira en allt! Rakel, Ásdís og Helga vita afhverju 🙂
Flippidíflopp og náttbuxur
14 NóvThose were the days…
14 NóvKommentið hans Jónasar við tröllaprófið kveikti lítinn minnisneista í huga mér og gróf ég þetta því upp frá einu af fyrrverandi bloggum mínum: http://quizilla.com/users/vallan/quizzes/Hver%20vinanna%20ertu%3F/ Skráið niðurstöður í kommentakerfið. Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég valdi þessa vini og hvernig spurningarnar voru samdar en útkoman sannar að þetta er rétt hjá Jónasi, ég er að breytast í Pál 🙂 Best að skrá sig í Flokkinn…
Palli. Sveitadrengur sem kom til borgarinnar.
Myndir aldrei lata sja thig utandyra i
joggabuxum og ert blarri en allt blatt. Thu ert
tho storskemmtilegur med vini og studbolti hinn
mesti. Su pickuplina sem virkar best a thig er:
eg kann ad segja modurmalskennsla a 6
tungumalum
Hver vinanna ertu?
brought to you by Quizilla
Menningarmunur
14 NóvÍ dag átti ég í löngum samræðum við vini mína tvo frá Taívan um hin margumræddu písmerki á myndum og komst að því að þau héldu bæði að þetta væri universal og international fyrirbrigði. Einnig kom í ljós að þetta þýðir vanalega victory en ekkert endilega peace og að enginn nema ég hafði hugmynd um dónalega merkingu öfugra peacemerkja. Skemmtilegasta útskýringin var samt að ef tvö písmerki eru sett upp að andlitinu þá virkar það mjög grennandi. Frá písmerkjaumræðunni var skoppað beint yfir í hversu erfitt væri að þekkja hvítt fólk í sundur og meta aldur; allir frá 20 til 40 gætu verið jafngamlir þess vegna og svo hvort ég sæi mikinn mun á Kóreubúum, Tævönum, Kínverjum og Japönum. Að lokum var svo rætt um það hvað væri nægilegt til að hópur fólks gæti talið sig þjóð, skilgreiningin sem virðist vera kennd í Taívan er sú að til þessa þurfi mynt, her, stjórnkerfi og tungumál. Ísland er semsagt ekki þjóð. Þetta vissi ég ekki og fannst merkilegt 🙂
Jibbí kóla! Svo pöntuðum við okkur hótel í Boston á kjaraprís og núna er www.travelocity.com uppáhalds síðan mín 🙂