Menningarmunur

14 Nóv

Í dag átti ég í löngum samræðum við vini mína tvo frá Taívan um hin margumræddu písmerki á myndum og komst að því að þau héldu bæði að þetta væri universal og international fyrirbrigði. Einnig kom í ljós að þetta þýðir vanalega victory en ekkert endilega peace og að enginn nema ég hafði hugmynd um dónalega merkingu öfugra peacemerkja. Skemmtilegasta útskýringin var samt að ef tvö písmerki eru sett upp að andlitinu þá virkar það mjög grennandi. Frá písmerkjaumræðunni var skoppað beint yfir í hversu erfitt væri að þekkja hvítt fólk í sundur og meta aldur; allir frá 20 til 40 gætu verið jafngamlir þess vegna og svo hvort ég sæi mikinn mun á Kóreubúum, Tævönum, Kínverjum og Japönum. Að lokum var svo rætt um það hvað væri nægilegt til að hópur fólks gæti talið sig þjóð, skilgreiningin sem virðist vera kennd í Taívan er sú að til þessa þurfi mynt, her, stjórnkerfi og tungumál. Ísland er semsagt ekki þjóð. Þetta vissi ég ekki og fannst merkilegt 🙂
Jibbí kóla! Svo pöntuðum við okkur hótel í Boston á kjaraprís og núna er www.travelocity.com uppáhalds síðan mín 🙂

2 svör til “Menningarmunur”

  1. Anonymous Mánudagur, 14 nóvember 2005 kl. 9:42 #

    hlakka til að fá þig heim litli snillingur

    kv.
    Ösp

  2. Alma Mánudagur, 14 nóvember 2005 kl. 10:53 #

    Vá, gaman að heyra skýringar á þessum merkjum….ætla að prófa þetta og sjá hvort það er grennandi. Annars hef ég alltaf átt í vandræðum með aldursgreiningu á asísku fólki, annðhvort er það börn, fullorðið eða háaldrað.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: