Naflaskoðun með 7 sem base

21 Nóv

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey
1. Ákveða mig
2. Eiga eða ættleiða barn
3. Læra um lönd og menningu þeirra og fara svo að heimsækja þau
4. Læra að taka góðar ljósmyndir eða mála
5. Skilja flókin hugtök sem ég skil ekki núna
6. Lesa allar bækurnar sem ég hef sankað að mér en ekki lesið
7. Eignast fleiri bækur til að lesa ekki fyrr en 10 árum eftir kaup

Sjö hlutir sem ég get gert
1. Eldað túnfiskspasta
2. Skipt um harðan disk
3. Bakað Rice Crispies
4. Kaðlaprjónað
5. Fengið Geir til að hlæja þegar hann vill það ekki
6. Giskað rétt á aldur fólks (oftast)
7. Sofnað við allar kringumstæður

Sjö hlutir sem ég get ekki gert
1. Hætt að naga neglur
2. Munað dansspor
3. Valið samstæða sokka
4. Sungið fallega
5. Fundið jólagjöf handa pabba
6. Þagað yfir spennandi gjöfum sem ég ætla að gefa
7. Haldið „rétt“ á blýanti/penna

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið
1. Kímnigáfa
2. Gáfur
3. Orðheppni
4. Gleði og hlýja (ekki hin sanna innri gleði sem finnst á grandrokk Ösp 😉 )
5. Heiðarleiki
6. Virðing fyrir sjálfum sér og samferðarmönnum
7. Hlýðni

Sjö staðir sem mig langar á
1. Japan
2. Grikkland
3. Ítalía
4. Chile
5. Nýja Sjáland
6. Górillubæli einhvers staðar uppi í fjöllum
7. Inkarústir

Sjö orð eða setningar sem ég segi oft
1. Oh, really?
2. Jájá, ég er alveg vakandi
3. Nei í alvöru?
4. Ha?
5. Happy happy joy joy
6. Ekki bulla
7. Nei það er ekki satt

Sjö hlutir sem ég sé núna
1. Orðabók
2. Vekjaraklukka
3. Annie Hall DVD
4. Homer Simpson í Ópi Munchs
5. Peysan mín
6. Sæng
7. Stílabók með krassi

Kitla ég hérmeð: Bjarnheiði, Guðnýju Huldu, Guðrúnu Helgu, Stebba, Ragnheiði, Ásdísi og Geir.

5 svör til “Naflaskoðun með 7 sem base”

 1. Anonymous Þriðjudagur, 22 nóvember 2005 kl. 13:22 #

  Þetta var skemmtileg lesning, ég hefði þó sett hlýðni í fyrsta sæti enda mikilvægt að karlmenn séu gæddir þeim eiginleika;)

  kv.
  Ösp

 2. Valla Þriðjudagur, 22 nóvember 2005 kl. 16:28 #

  Ahh, vil leiðrétta misskilning. Þetta er í no particular order. Auðvitað set ég hlýðni í fyrsta sæti 😉

 3. Helga Þriðjudagur, 22 nóvember 2005 kl. 17:57 #

  sniðug að breyta klukki í kitl:)
  kv. Helga kitlari

 4. bjarnheidur Miðvikudagur, 23 nóvember 2005 kl. 0:03 #

  Haha! Sammála Ösp 😛 Ég er ekkert mjög kitlin svona í alvörunni en skal gera mitt besta til að hlýðnast þessu blogg-kitli innan viku, lofa því 🙂

 5. Jonas Sunnudagur, 4 desember 2005 kl. 13:14 #

  Ég er nú orðinn helst til óþolinmóður eftir nýrri færslu. Helduru að þú getir reddað því fyrir mig? hmm?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: