Sarpur | desember, 2005

Gleðilegt nýtt ár!

31 Des

Ekkert áramótauppgjör. Ætla bara að miða við áramótabloggfærsluna í fyrra. Sá þar nokkra fyndna punkta:

„Samkvæmt stjörnuspánni minni á árið 2005 að vera fullkomið. Ég mun til dæmis finna köllun mína í lífinu.“
Mjög gott ár. 4 og 1/2 stjarna af 5 mögulegum.Veit nú ekki um köllunina en ég er alla vega nær henni en í fyrra.

„Ég strengdi bara eitt áramótaheit; ég ætla að hætta að hugsa ljótt.“
Þetta áramótaheit entist í viku, hugsa ljótt á hverjum degi en er að reyna að minnka það og hugsa hlýlegar til náungans.

„Reyndar er eitt við nýja fullkomna árið sem skelfir mig, svona fullorðinslega séð, allt bendir nefnilega til þess að eftir ár verði ég 23 og hálfs, flutt að heiman til útlanda og með BS gráðu í þokkabót sem er svolítið skerí.“
Haha, allt rættist þetta sem betur fer og var ekkert ógnvænlegt þó ég sé reyndar flutt heim aftur í bili.

Áramótin 2003-4 virðist ég hafa strengt heit í leyni og gleymt þeim samstundis en ég fann gömlu áramótaloforðin mín frá því 2002-3:

1. Ásdísi lofa ég að vera duglegri í leikfimi…2var í viku MINNST nema þegar það eru próf (gildir til ágúst 2003).

2. Geir lofa ég að vera duglegri að læra.

3. Freyju lofa ég að vera félagslyndari.

4. Ösp lofa ég að hætta naga neglur.

5. Ölmu lofa ég að vera duglegri að skrifa bréf (gildir þar til hún kemur heim).

6. Óttari og Jens lofa ég að vera duglegri að taka til í bílnum.

7. Palla lofa ég að vera duglegri en hann að taka til í herberginu mínu.

Að lokum auglýsi ég eftir ábyrgðarmanni sem vill taka það að sér að sjá til þess að ég lesi að meðaltali eina bók á mánuði sem er ekki skólabók.

Ekkert þessara loforða stóð ég við og ég er enn löt í leikfimi og við lærdóminn, tek ekki til í herbergi og bíl, naga neglur af áfergju, skrifa engin bréf og er nógu ófélagslynd til að það fari í taugarnar á fólki. En ég er farin að lesa aðeins fleiri bækur kannski á kostnað félagslyndisins. Það er samt mjög fyndið að lesa þetta þar sem að áramótaheitin sem ég íhugaði að setja í ár voru alveg eins og þessi að því viðbættu að ég ætlaði að byrja taka lýsistöflur. Þar sem ég veit ég stend ekki við þau ætla ég ekki einu sinni að reyna að strengja þau.

Áramótaheitið er því:

Byrja að taka lýsis- og fjölvítamíntöflur á hverjum morgni

24. desember – Gleðileg jól!

25 Des

23. desember

25 Des

22. desember

23 Des


Þetta er af Upenn háskólasvæðinu 🙂 Því miður tók ég ekki þessa mynd sjálf.

21. desember

21 Des

20. desember

21 Des

19. desember

19 Des


Þessi er fyrir Geir því ég er að fara

18. desember

19 Des


Jólasveinninn sinnti herskyldu hér á árum áður. Hann var orrystuflugmaður og barðist í Persaflóastríðinu á hinu margrómaða flugskipi 72.

16. desember

16 Des


Þessar hressu píur voru að fara á jólagleði þegar ég rakst á þær í miðborg Philly. Jólagleði bandarískra fyrirtækja er líkt og í öðrum löndum helsta uppspretta kynferðislegrar áreitni og framhjáhalda og er ég viss um að þær vinkonur mínar munu eiga í vandræðum við að berja frá sér æsta samstarfsmenn sem vilja klípa þær í rassinn. Annars sagði einn kennarinn minn mér að þessi partý væru orðin voðalega róleg og áfengislaus þar sem allar kærurnar væru svo dýrar og pínlegar og núna væru bara leiðinleg sodas and candy party.

15. desember

16 Des

Jólaplatan í ár er ekki með Bing!