Sarpur | 22:07

Þakkargjörðarhelgin í skeytastíl

1 Des

Fimmtudagur: Þakkargjörð, ég þakkaði pent. Fékk dýrindismat hjá Siggu systur Ragnheiðar Helgu og þakka kærlega fyrir mig.
Föstudagur: Brunað til Boston. Ökumaður: Geir, kortalesari: Valgerður. Gekk vel og villtumst sjaldan. Ég er góð á kortunum þó ég segi sjálf frá og Geir er rólyndismaður að þola pirringskomment eins og: „það meikar ekkert sens að beygja hér til vinstri þá værum við að fara í HRING!“ Dagurinn fór í keyrslu, Cambridge og Cheesecake Factory. Hef enn ekki lagt í Peanut Butter Cookie Dough Chokolade Chip Cheesecake en kannski áður en ég fer. Hápunkturinn var ljótasti Diner í heimi.

Laugardagur: Rölt um Boston, Freedom Trail, bókabúðir og H&M. Vorum á áhafnarhóteli þannig að ég heyrði ekkert nema íslensku. Blendnar tilfinningar. Mig langar heim en samt ekki. Endað á fínasta veitingastað sem Brynja mælti með.
Sunnudagur: Keyrðum heim.
Myndir koma bráðum ef ég nenni. Mæli samt ekki með þeim þar sem áhugamál mín eru að taka myndir af dauðum hlutum, húsum og Geir.