4. desember
Ólíkt okkur hafa Bandaríkjamenn bara níu jólasveina (einn og átta) og aðeins einn þeirra er giftur. Hefur því öll vinnan við að dreifa pökkunum lent á honum og gert hann ellilegri og þykkari um sig miðjan en bræður sína en eins og allir vita geta konur gert menn gráhærða. Búa þeir saman í villu í hæðum Santa Barbara og koma til byggða einn á dag fram að jólum. Tekið skal fram að myndin er tekin þegar þeir skelltu sér á Norðurpólinn til að heimsækja Chris, elsta bróðurinn og er kalt eftir því.