Sarpur | 18:12

7. desember

7 Des


Fjölskyldan heldur jólin hátíðleg og er skylda að vera í minnst einni köflóttri flík. Annars setti ég þessa mynd bara af einni ástæðu. Sá/sú sem getur tengt þetta jólakort við vissan sjónvarpsþátt fær jólastaf í verðlaun. Hint: Það er bara karlinn sem kemur fram í þessum þáttum.

Bloggbölvun

7 Des

Nýr bloggleikur í boði Sigrúnar Þallar. Leikurinn minnir mig samt á augnaráð skoffína eða bölvun galdranorna eða sjúkdóm en ég las bloggið hennar svo here goes:

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og…
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt…