Bloggbölvun

7 Des

Nýr bloggleikur í boði Sigrúnar Þallar. Leikurinn minnir mig samt á augnaráð skoffína eða bölvun galdranorna eða sjúkdóm en ég las bloggið hennar svo here goes:

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og…
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt…

Auglýsingar

32 svör to “Bloggbölvun”

 1. Sigga Sig Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 10:00 #

  Eg heiti Sigga.

 2. Anonymous Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 10:20 #

  Ég heiti Freyja

 3. Anonymous Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 11:12 #

  Ösp

 4. Anonymous Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 15:49 #

  Rásta hér.

 5. Alma Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 16:14 #

  Alma heiti ég.

 6. Valla Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 16:54 #

  Sigga:
  1. Þú átt svart pils með silfurþráðum úr H&M
  2. Eple med Röyksopp
  3. Súkkulaðiísbragð
  4. Tebollagata
  5. Þegar þið Alma komuð að kaupa af mér 3. bekkjarbækurnar og geitungurinn varð ástfanginn
  6. Þú minnir mig á litla kisu
  7. Hvor finnst þér sætari Colin Firth eða Hugh Grant?

 7. Valla Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 17:06 #

  Freyja:
  1. Þú ert undarleg nálægt réttum hornum.
  2. You’ve got mail 😉
  3. Jarðaberjabragð
  4. Hugsaðu þér hvað við höfum komið long way frá kartöflukasti og axlabiti 🙂
  5. þegar þið Ásdís sátuð fyrir framan okkur Rástu fyrsta daginn í MR og ég hugsaði…hmm þessar virka fínar stelpur, þetta verður örugglega ágætt 🙂
  6. Uuu…labrador hund?
  7. Afhverju svararu aldrei keðjubréfum? 😉

 8. Valla Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 17:12 #

  Ösp:
  1. Þú ert eina manneskjan sem skilur asnalegustu kima kímnigáfu minnar
  2. Quit playing games with my heart með Backstreet Boys.
  3. Lakkrísbragð
  4. Passaðu pönsið
  5. Í 12 ára bekk, þegar Inga var að pota í rassa undir bekknum og ég var að deyja úr skömm og þú komst að spjalla við mig
  6. Bara einhvern fugl eða e-ð
  7. Hvenær ætlum við að borða jólasmákökurnar?

 9. Valla Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 17:18 #

  Rásta:
  1. Ég hef þekkt þig lengst af öllum sem hafa tekið þátt í þessum leik, lengur en ösp meira að segja 🙂
  2. I’ll never ever let you go (danska Eurovision lagið þarna)
  3. Pítusósa
  4. Við misstum báðar af jólafundinum 🙂
  5. Einhvern tímann þegar við vorum litlar og mamma kom með Kollu kisu til mömmu þinnar og við lékum saman á meðan og allar barbídúkkurnar þínar voru krúnurakaðar því að frænka þín hafði arfleitt þig af þeim. Mér fannst þetta hálfleiðinlegt fyrir þig því að í mínum steríótýpíska barnshuga voru krúnurakaðar barbídúkkur einungis nothæfar sem Ken.
  6. Þú minnir mig á íslenska hundinn. (Skjömbu)
  7. Ertu búin að lesa allar danskar ástarsögur sem þú kemst í?

 10. Valla Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 17:23 #

  Alma:
  1. Þú hefur unnið hjá LV
  2. Öll lög á spænsku
  3. Vanilla
  4. Ég er með sammara yfir þessum miðum, stend ekki alveg nógu sterk á minni skoðun :S
  5. Þegar ég fór að sjá Herranæturleikritið og þú varst í rauðu kápunni og ég hélt þú værir kærasta vinar þíns en ekki vinkona og varð mjög leið því að ég vissi að ég gæti aldrei keppt við þig ;)Svo gleymdi ég honum bara og varð vinkona þín, frekar fyndið 🙂
  6. Þú minnir mig á English Setter bara útaf háralitnum
  7. Áttuð þið Geir saman móment þarna í bílnum þegar við fórum fyrst á rúntinn? Hahahaha þetta gæti líka verið atriði 4.

 11. Sigga Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 17:30 #

  Hahah… þú ert svo sniðug!

  Annars hélt ég að þú myndir nefna Monkey Gone to Heaven…

 12. Geir Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 18:21 #

  Geir

 13. Ásdís Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 19:02 #

  Ásdís

 14. Anonymous Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 20:08 #

  Svar við spurningunni minni:

  Því að ég var alin svo vel upp af tölvunördum á mínum yngri árum;)

 15. Anonymous Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 21:42 #

  Bjarnheiður

 16. Valla Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 22:43 #

  Geir:
  1. Þú ert sofandi
  2. Mörg lög, dæmi: Computer Liebe með Kraftwerk, Wishing on a Star með raddháu konunni og Lets stay together með Al Green.
  3. Kókbragð
  4. Hættu að giska!
  5. Þegar þú stóðst fyrir utan bílinn og vildir ekki fara inn og ég ákvað að það væri sennilega því að þú værir skotinn í Ölmu.
  6. Þú ert ALVEG EINS og Schäfer hundur…eða ekki
  7. Af hverju finnst þér avacadopastað vont?

 17. Valla Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 22:49 #

  Ásdís:
  1. Þú átt þér dökka hlið (smint og ógeðsisdrykkir)
  2. Carrie því að ég neyddi ykkur Geir til að horfa á hana útaf fyndna atriðinu sem var ekkert fyndið. Já og svo ertu líka alveg eins skv. stebba, ekki mér 🙂
  3. tyggjóbragð
  4. „Guð minn góður Valla“ um vissan aðila var eitt það fyndnasta sem ég hef heyrt 🙂
  5. Sama og hjá Freyju
  6. Einhver glæsileg hitabeltiskisa
  7. Er þetta ný peysa? Ok djók þetta var gróft.

 18. Valla Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 22:55 #

  Bjarnheiður:
  1. Stundum þegar mér finnst ég vera neikvæð eða hugsa ljótt þá lít ég á þig sem fyrirmynd í að gera það ekki 🙂 (ok þetta var kannski of væmið fyrir blogg)
  2. Öll sígaunatónlist (e-ð frá því í 6. bekk held ég)
  3. Gulrótarbragð?
  4. Prófessor í kvennafræðum 🙂 Það var fallega sagt.
  5. Þegar Jensi kynnti okkur og ég var e-ð frekar stressuð útaf einhverju sem ég man ekki núna og svo þegar ég tók í höndina á þér þá fékkstu blóðnasir og ég fékk næstum taugaáfall af stressi 🙂
  6. Hagamús
  7. Kanntu brauð að baka?

 19. Anonymous Miðvikudagur, 7 desember 2005 kl. 23:24 #

  Guðný

 20. Jonas Fimmtudagur, 8 desember 2005 kl. 0:56 #

  ú, þú ert svo góð í þessu… gerðu mig núna!

 21. Valla Fimmtudagur, 8 desember 2005 kl. 2:01 #

  Guðný:
  1. Þú býrð til besta konfekt í heimi og ég býst við að fá eina dós í jólagjöf 😉
  2. Ekki mynd en Handlaginn heimilisfaðir minnir mig alltaf á þig
  3. Jarðaberjabragð
  4. Ég man ennþá drauminn þinn, þennan sem gerðist fyrir utan Otró
  5. Ég hef sennilega séð þig þegar þú varst í móðurkviði en ég man ekkert eftir þér fyrr en í afmælinu þínu e-n tímann. Frekar óskýr minning.
  6. Tasmanian devil heheheheheh
  7. Hvenær kemur barn?

 22. Valla Fimmtudagur, 8 desember 2005 kl. 2:06 #

  Jónas:
  1. You know the moves 🙂
  2. He’s the greatest dancer
  3. Hmm…hnetulykt bara
  4. Ég held við eigum enga einkabrandara Jónas, nema kannski mannfræðirannsóknir á verkfræðinemum og tungutaki þeirra. Vinnum betur í því þegar við erum í sömu heimsálfu.
  5. Haha, man eftir matarboði þar sem þú varst sýndur eins og búfénaður, man líka eftir þér og Freyju með fjólubláar rauðvínstennur heima hjá þér í litlu rauðu íbúðinni, hins vegar man ég ekki hvort gerðist fyrr. Grunar að það hafi verið matarboðið en þú komst vel fyrir í bæði skiptin 🙂
  6. Þú minnir mig á svona hvítan páfagauk með gulan hanakamb þeir hafa rythma þeir hafa stíl!
  7. Geturu einhvern tímann kennt mér tungutak mannfræðikvenna?

 23. Anonymous Fimmtudagur, 8 desember 2005 kl. 10:27 #

  elskan er að borða jólasmáköku í þessum töluðu;)

  komdu til mín á þorláksmessu eftir labbið niður laugaveg ég mun luma á nokkrum sortum:)

  Annars er fyrsta minningin mín um þig er þegar ég var að labba heim úr skólanum og þú og Mæja öskruðuð út um gluggann hvort ég vildi vera memm:) svo má náttúrulega ekki gleyma kirkjuferðunum út af fermingafræðslunni, those were the days…

  -Ösp

 24. Anonymous Fimmtudagur, 8 desember 2005 kl. 10:35 #

  Inga heiti ég

 25. Valla Fimmtudagur, 8 desember 2005 kl. 16:42 #

  Inga:
  1. Þú getur alltaf séð ef ég hef minnsta áhuga á nokkrum strák, hef ekki hugmynd um hvernig 🙂
  2. Wayne’s world
  3. Súkkulaðikökubragð
  4. „latino“-gæjar eru flottir 😉
  5. Fyrsta sem ég man skýrt og get tímasett er afmælið þitt í 8 ára bekk þegar þú varst með jógúrt og vatns kappátið og já…það fór ekki vel í maga haha. Minnir líka að þið Harpa hafið verið að elta stráka til að kyssa þá en ég hafi ekki lagt blessun mína yfir þá hegðun 🙂
  6. Hmm alla vega alltaf þegar ég sé rauða pöndu þá minna þær mig á þig, held þú hafir gert fyrirlestur um þær í 8. bekk.
  7. Fyrir hönd Katrínar frænku: Hvenær ætlaru að gifta þig? Áttu kærasta? Hvað ertu gömul? O.s.frv.

 26. Anonymous Fimmtudagur, 8 desember 2005 kl. 17:36 #

  Sigrún Þöll heiti ég

 27. Anonymous Fimmtudagur, 8 desember 2005 kl. 19:41 #

  Óttar heiti ég.

  En hvaða Mæju ertu að um Ösp? Mæju sem var í Engidalsskóla?

 28. Valla Fimmtudagur, 8 desember 2005 kl. 22:13 #

  Sigrún Þöll:
  1. Þú varst með Barbí- og disneyhatta í afmælinu þínu!
  2. Litli karl með HLH
  3. Bjórbragð
  4. Trúnó á msn í prófum. Ómetanlegt!
  5. Ég man eftir þér í strætó bara stelpa! Had some good times.
  6. Þú er eins og íkorni, krúttuleg og sæt 🙂
  7. Af hverju helduru að ég sé alkóholisti?

 29. Valla Fimmtudagur, 8 desember 2005 kl. 22:18 #

  Óttar:
  1. Við erum sexmenningar
  2. Allt með Sneaker Pimps veit ekki afhverju
  3. Bragð af litlum pizzum því þær voru alltaf í afmælinu þínu
  4. Spólan í bílnum mínum 🙂
  5. Ég man bara eftir þér úr barnaafmælum og skólanum, enginn spes fyrsta minning. Frekar minnistætt að vera heima hjá þér samt að spila innikörfuboltann 🙂
  6. Þú minnir mig á vissa tegund af hundi sem ég man ekki hvað heitir. Get back to you on that
  7. Ætlaru að setja leikinn á þitt blogg?

 30. Ásdís Föstudagur, 9 desember 2005 kl. 19:24 #

  hehe … nei…..:) Valla ég verð bara að segja að þú ert mjög góð í þessum leik:)

 31. Helga Laugardagur, 10 desember 2005 kl. 1:22 #

  þetta er bara nokkuð sniðugt. ég vil vera memm:þ

 32. Valla Laugardagur, 10 desember 2005 kl. 2:14 #

  Helga:
  1. Þú veist hvað möskvastærð þýðir 🙂
  2. Allt með pöpunum minnir mig á þig og Ella 🙂
  3. Hagamelsísbragð því að alltaf þegar ég stelst þangað þá ert þú á leiðinni að kaupa strokleður eða e-ð.
  4. Nano-inn verður keyptur á morgun.
  5. Fyrsta minningin er úr 3. bekkjarleikfimitímum en skýrasta minningin er úr þýskutímum hjá Maju Loebell þar sem þú varst svo indæl að sækja fyrir mig vatn endrum og sinnum
  6. Þú minnir mig á labradorhvolp 🙂
  7. Ætlaru að setja þetta á þitt blogg?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: