Sarpur | 4:25

Nú get ég dáið sæl…

13 Des

og kvatt með stæl því að í gærkvöldi var uppfylltur minn helsti æskudraumur. Svo vildi nefnilega til að mér gafst tækifæri á að fara á Karaoke-bar með japönskum og kóreskum business-mönnum. Það eru ekki ýkjur þegar ég segi að þetta var toppur ferðarinnar! Sake, sushi og Cyndi Lauper! Myndbandsupptökur af atburðinum verða til sýnis á heimili mínu kvöldið 20. desember fyrir áhugasama.

13. desember

13 Des

OK, ég viðurkenni að margt í þessu jóladagatali hefur virkað sem og jafnvel verið hálfgerð lygi og vitleysa. En ég sver að í þetta sinn er mér full alvara. Nýjasta tíska í jólatrjám hér í USA er nefnilega öfug jólatré! Já þau rjúka úr verslunum og eru þó ekki ódýr. Upphaflega var þetta snjallræði til að spara pláss en núna eru þau keypt bara upp á töffið. Þeir sem ekki trúa geta hlustað á þessa frétt á npr (RÚV fyrir kana).

12. desember

13 Des


Þessi færsla litast af því að ég er mjög svöng en nenni hins vegar ekki að búa neitt til. Hefðbundinn amerískur jólamatur samanstendur af kalkún, brúnni sósu, kartöflum, trönuberjasósu, grænmeti og svo er eftirréttur á eftir. Sumir bæta við þennan lista skinku eða einhvers konar pylsumeti. Val á eftirrétti er oftast tengt „rótum“ fjölskyldunnar, þ.e. hvort hún er upprunalega frá Þýskalandi, Írlandi, Kína o.s.frv.