Gleðilegt nýtt ár!

31 Des

Ekkert áramótauppgjör. Ætla bara að miða við áramótabloggfærsluna í fyrra. Sá þar nokkra fyndna punkta:

„Samkvæmt stjörnuspánni minni á árið 2005 að vera fullkomið. Ég mun til dæmis finna köllun mína í lífinu.“
Mjög gott ár. 4 og 1/2 stjarna af 5 mögulegum.Veit nú ekki um köllunina en ég er alla vega nær henni en í fyrra.

„Ég strengdi bara eitt áramótaheit; ég ætla að hætta að hugsa ljótt.“
Þetta áramótaheit entist í viku, hugsa ljótt á hverjum degi en er að reyna að minnka það og hugsa hlýlegar til náungans.

„Reyndar er eitt við nýja fullkomna árið sem skelfir mig, svona fullorðinslega séð, allt bendir nefnilega til þess að eftir ár verði ég 23 og hálfs, flutt að heiman til útlanda og með BS gráðu í þokkabót sem er svolítið skerí.“
Haha, allt rættist þetta sem betur fer og var ekkert ógnvænlegt þó ég sé reyndar flutt heim aftur í bili.

Áramótin 2003-4 virðist ég hafa strengt heit í leyni og gleymt þeim samstundis en ég fann gömlu áramótaloforðin mín frá því 2002-3:

1. Ásdísi lofa ég að vera duglegri í leikfimi…2var í viku MINNST nema þegar það eru próf (gildir til ágúst 2003).

2. Geir lofa ég að vera duglegri að læra.

3. Freyju lofa ég að vera félagslyndari.

4. Ösp lofa ég að hætta naga neglur.

5. Ölmu lofa ég að vera duglegri að skrifa bréf (gildir þar til hún kemur heim).

6. Óttari og Jens lofa ég að vera duglegri að taka til í bílnum.

7. Palla lofa ég að vera duglegri en hann að taka til í herberginu mínu.

Að lokum auglýsi ég eftir ábyrgðarmanni sem vill taka það að sér að sjá til þess að ég lesi að meðaltali eina bók á mánuði sem er ekki skólabók.

Ekkert þessara loforða stóð ég við og ég er enn löt í leikfimi og við lærdóminn, tek ekki til í herbergi og bíl, naga neglur af áfergju, skrifa engin bréf og er nógu ófélagslynd til að það fari í taugarnar á fólki. En ég er farin að lesa aðeins fleiri bækur kannski á kostnað félagslyndisins. Það er samt mjög fyndið að lesa þetta þar sem að áramótaheitin sem ég íhugaði að setja í ár voru alveg eins og þessi að því viðbættu að ég ætlaði að byrja taka lýsistöflur. Þar sem ég veit ég stend ekki við þau ætla ég ekki einu sinni að reyna að strengja þau.

Áramótaheitið er því:

Byrja að taka lýsis- og fjölvítamíntöflur á hverjum morgni

6 svör til “Gleðilegt nýtt ár!”

 1. Helga Laugardagur, 31 desember 2005 kl. 15:48 #

  enjoy….
  *jakk* :þ

 2. Alma Sunnudagur, 1 janúar 2006 kl. 21:47 #

  Ef þér tekst ekki að halda þetta, þá segirðu bara að þú hafir ákveðið að fá öll þau efni sem líkaminn þarfnast gegnum fæðuna.

 3. Arnþór L. Arnarson Mánudagur, 2 janúar 2006 kl. 0:38 #

  Mér líst vel á þig! Best að breyta aðeins EINUM hlut í einu. 😉

 4. Anonymous Mánudagur, 2 janúar 2006 kl. 12:32 #

  Voða pointless að lofa mér að hætta að naga neglur núna, í ljósi þess að ég er byrjuð aftur að naga neglur.

  -Ösp

 5. Jonas Mánudagur, 2 janúar 2006 kl. 16:13 #

  Var Palli einhverntíman duglegur að taka til í herberginu þínu? Hann tekur aldrei til heima hjá mér. Hvers vegna gerir hann það hjá þér?

  Annars lýst mér vel á þessi áramótaheit. Ef lýsis dæmið gegnur ekki upp þá skaltu bara tala við Húsfrúnna (ekki HúsFreyjuna) á Ráðagerði. Hún otar að manni lýsi í gríð og erg. Hún ætti að geta hjálpað.

 6. Anonymous Þriðjudagur, 3 janúar 2006 kl. 1:25 #

  það er ógeðslega töff að hafa myndir á áramótabloggum, ég á nokkrar góðar af þér ef þig vantar;)

  -Ösp

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: