Sarpur | desember, 2005

Sumir dagar…

16 Des

eru svo skrítnir að það er ekkert hægt að gera nema hlusta á Bing Crosby eða Glenn Miller.

14. desember

15 Des

Biðst afsökunar á því að hafa brugðist dyggum lesendum (SIGGU). Þetta kemur ekki fyrir aftur, í það minnsta ekki nema kannski daginn sem ég fer heim og á aðfangadag 🙂

Nú get ég dáið sæl…

13 Des

og kvatt með stæl því að í gærkvöldi var uppfylltur minn helsti æskudraumur. Svo vildi nefnilega til að mér gafst tækifæri á að fara á Karaoke-bar með japönskum og kóreskum business-mönnum. Það eru ekki ýkjur þegar ég segi að þetta var toppur ferðarinnar! Sake, sushi og Cyndi Lauper! Myndbandsupptökur af atburðinum verða til sýnis á heimili mínu kvöldið 20. desember fyrir áhugasama.

13. desember

13 Des

OK, ég viðurkenni að margt í þessu jóladagatali hefur virkað sem og jafnvel verið hálfgerð lygi og vitleysa. En ég sver að í þetta sinn er mér full alvara. Nýjasta tíska í jólatrjám hér í USA er nefnilega öfug jólatré! Já þau rjúka úr verslunum og eru þó ekki ódýr. Upphaflega var þetta snjallræði til að spara pláss en núna eru þau keypt bara upp á töffið. Þeir sem ekki trúa geta hlustað á þessa frétt á npr (RÚV fyrir kana).

12. desember

13 Des


Þessi færsla litast af því að ég er mjög svöng en nenni hins vegar ekki að búa neitt til. Hefðbundinn amerískur jólamatur samanstendur af kalkún, brúnni sósu, kartöflum, trönuberjasósu, grænmeti og svo er eftirréttur á eftir. Sumir bæta við þennan lista skinku eða einhvers konar pylsumeti. Val á eftirrétti er oftast tengt „rótum“ fjölskyldunnar, þ.e. hvort hún er upprunalega frá Þýskalandi, Írlandi, Kína o.s.frv.

11. desember

11 Des


Jólagjöfin í ár eru ástarvettlingar. Geir langar ótrúlega mikið í svona en hann þorir ekki að biðja um þá svo ef einhvern vantar jólagjafahugmyndir fyrir hann þá eru þessir tilvaldir.

10. desember

10 Des

10. desember

Í Bandaríkjunum eru haldnar jólafegurðarsamkeppnir þar sem valin er Miss Christmas (fyrir miðju), Miss Christmas Sweater (lengst til hægri) og Miss Christmas Spirit (lengst til vinstri). Á myndinni, sem er frá Miss Christmas 2004, má einnig sjá Miss Christmas 2003 og 2002.

Þjóðremba

10 Des

Gamanleikrit úr nútímanum með tveimur leikendum:

Palli says:
við erum fallegasta fólk í heimi
Valla says:
já er það
Palli says:
það eru nú ekki mörg lönd sem eiga 4 heimsfegurðardísir
Valla says:
serstaklega ekki svona fámenn
Palli says:
einmitt
Palli says:
oog það var símakosning
Palli says:
sem hefði eiginelga átt að útiloka okkur
Valla says:
en ég var á leiðinni í sturtu
Valla says:
svo ég yrði landi og þjóð ekki til skammar ef ég fer út í dag
Palli says:
hehehe farðu í sturtu og gerðu þig sætari
Palli says:
hahahaha
Palli says:
þú getur það nú ekki
Palli says:
þú getur hugsað sem svo
Palli says:
ef þú ert ljót á íslenzkan mælikvarða
Palli says:
máttu vera viss um að vera stunning á mælikvarða allra annarra ríkja
Valla says:
hahha bjargaðu þér út úr þessu
Palli says:
svo þú ert safe meðan þú ert erlendis
Palli says:
þúst ljót = illa tilhöfð þann daginn
Valla says:
hahahah
Palli says:
ekki ljót í merkingunni alltaf
Valla says:
ég posta þetta á blogginu palli
Palli says:
því svoleiðis kvenfólk er víst ekki til hér á landi
Palli says:
hahahahahhaha
Palli says:
úff þú færð komment

Pósturinn var birtur með samþykki beggja aðila og var engu breytt nema teknir voru úr hlutar sem komu málinu ekki við.

9. desember

9 Des


Ef þú vilt vera töff á jólunum eru hreindýrahorn málið! Þau eru seld í Urban Outfitters og allir eru með þau. Gleðin skín af þeim sem eiga svona horn. Til dæmis fórum við Geir á Chili’s á mánudaginn og þar voru minnst tveir trendsetterar, alveg óskyldir og ótengdir, með svona horn jafnvel þótt enginn vina þeirra væri með neitt jólalegt. Sumir ganga þó skrefinu lengra og kaupa sér grímu, veit ekki alveg hvað skal segja um það. Mér finnst líka svolítið truflandi að hún virðist ekki vera í neinum bol.

Ágætt…

9 Des

Masa sem er japanskur félagi minn úr skólanum tilkynnti mér í dag að hann þekkti Darby frá Íslandi! Ég hváði og sagðist engan Darby þekkja. Jújú. Darby hlyti ég nú að þekkja, hann hefði nú einu sinni verið forsætisráðherra. Meðfylgjandi er mynd af Darby karlinum.

Fórum líka í góða myndagetraun í dag. Sett var upp mynd af Adolf Hitler og það fyrsta sem kallað var CHARLIE CHAPLIN! Þetta var ekki grín.